Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 22

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 22
102 SKINFAXI drykkjan er óþolandi, og live drykkfelldir menn ern miklir gallagri]jir. ÞiS skuluð liafa hugfast, að þeir, sem drekka i óhófi, gera sig heimskari og ljótari. Þið getið aldrei horið fullt traust til drykkjumanns. Þið verðið að skilja, að drukkinn maður á engan rétt á sér á samkomum og mannamótum. Og svo eitt orð til ungu stúlknanna, sem verða fullorðnar dömur eftir fá ár: Þið skuluð aldrei gera svo lítið úr ykkur, þegar þið eruð á dansskemmtun, að dansa við drukkinn pilt, sem býður ykkur upp í dans. Ef ís- lenzku stúlkurnar skildu þetta, og væru samtaka um það, myndu samkomur unga fólksins verða prúð- ari, en nú á sér stað. Eg gat þess áðan, að drykkfelldir menn ættu ekki að eiga sama rétt á sér, eins og þeir, sem eru prúð- ir og hófsamir. En, eins og opinbert líf horfir nú við á íslandi, fæ ég ekki hetur séð, en að drukknir menn hafi beinlínis forrétlindi fram yfir siðað fólk. Þeim er oft liðið að trassa skyldustörf sín og afsak- að — oft i spaugi — með þvi, að þeir séu á túr, og mönnum er látið haldast uppi að spilla samkvæm- um með drykkjulátum. Algáðum mönnum væri ekki látin haldast uppi slík háttsemi. Og þess vegna held ég þvi fram, að drukknir menn hafi forréttindi fram yfir aðra. Hvaða ríkisstjórn hér á landi hefir geng- ið eftir því við starfsmenn og forstöðumenn opinherra stofnana, að drykkjuskaparóregla væri með engu móti þoluð? Eg hygg, að strangar kröfur af hendi hins opinhera mundu hafa viðtæk áhrif úl á við. Og það væri velgerningur við hreyska menn, svo að þeir gætlu sín fremur gegn óreglunni. Það er almennt álitið, að vínhneigð gangi að erfð- um. Það má rétt vera. En drykkjuskapurinn á sér vafalaust stað í mörgum tilfellum af agaleysinu í ís- lenzku þjóðlífi.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.