Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 26

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 26
106 SKINFAXI inu gæti lagt um vitin og aukið á nautnina. Flestir drekka ltaffi, ekki sízt kaupstaðafólk og sjómenn. Þeir drulcku það áður fyr úr sultukrukkum, því boll- arnir þóttu smáir og brotliættir. Krukkurnar hétu „fantar“, á sjómannamáli. Víða um sveilir er víst talsverð kaffinautn, einkum um heyskapartimann. Kaffineyzlan er svo mikil, að hér á landi hefir verið komið á fót verksmiðjum til að framleiða kaffi- hæti, til þess að drýgja kaffið. Kaffibætirinn er aðal- lega unninn úr plönturótum, eins og nafnið „kaffi- rót“ líka bendir til. Mest af því kaffi, sem hingað flyzt, kemur frá Brasilíu; það er kennl við höfuðhorgina, og nefnt Ríó-kaffi. Kaffiræktin er álíka mikilsvarðandi at- vinnugrein fyrir Brasilíumenn, eins og útgerðin fyr- ir Islendinga. I blaðafregnum hefir verið sagt frá, að mörgum milljónum sekkja af kaffi liafi verið hrennt, til þess að ekki bærist of mikið á markað- inn og verðið félli. Brasilíumenn liafa jafnvel not- að kaffibaunir sem eldsneyti á eimreiðum, og keypt sér herskip i skiptum fyrir lcaffi. Iíagstofan fræðir okkur um live kaffineyzlan sé mikil á mann, á ári liverju. Árið 1930 var innflutt kaffi og kaffihætir nálægt 6V2 kg. á mann hér á landi. Þetta er nokkuð há tala. T. d. eyða Þjóðverjar miklu minna í kaffi. Við erum reyndar ekki mestu lcaffi- svelgirnir, þvi að Svíar drekka allra manna mest kaffi. — Þetta 6V2 kg. af kaffi, sem kom á hvert nef 1930, kostaði um 900 þús. krónur, þó verð á kaffi hafi fallið á siðari áruin. íslendingar iiafa sum ár- in keypt kaffi og kaffibæti fyrir meira en milljón króna. (Árið 1933 var innfl. kaffi og kaffihætir 6,6 kg. á mann). Kaffibaunir eru ávextir á kaffitrénu, sem nú er ræktað í svo stórum stil, að kaffiframleiðslan er um 1 milljón smálestir á ári. Merkilegasta efnið í kaff-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.