Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 27

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 27
SIÍINFAXI 107 inu Iieitir „coffein“. Það er eilrað, í stórum skömmt- um, en hressandi þegar hæfilega mikið er notað, enda veit hvert mannsbarn, að mjikil hressing er að kaffisopanum. Fullorðnir, heilbrigðir menn þola vel hóflega kaffineyzlu. Stundum fer kaffið reyndar illa með magann og nætursvefninn. En fjöldi fólks drekkur mikið kaffi, og þolir það vel. Margar liús- mæður skólpa í sig kaffi við og við, allan daginn, sér til nautnar og hressingar, og verður ekki meint af. Um börn og unglinga er öðru máli að gegna. Það er algengt, að mæður gefi börnum sínum kaffi. En það ætti ekki að eiga sér stað, þvi að kaffið er skað- legt fyrir taugakerfi barnanna, og tekur lyst frá öðr- um mat og drykk, sem þeim er hollari. Menn mega ekki halda, að nokkur næring sé í sjálfu kaffinu. Kaffibollinn inniheldur ekki aðra nær- ingu en sykurinn og rjómann eða mjólkina, sem not- uð er í kaffið. Með kaffidrykkjunni er sótzt eftir nautn, en ekki næringargildi, og óneitanlega er „cof- fein“-hressingin oft kærkomin. En börnin þurfa ekki æsandi efni i sinn unga og óþreytta líkama. Mæð- urnar ættu að sjá sóma sinn í því, að venja þan ekki á kaffi, og börnin að vera það viti borin, að sækja ekki i það. Barnadrykkur er vatn, nýmjólk, kókó og saft úr íslenzkum berjum, sem hörnin tína sjálf. ÞINGEYSK NEFTÓBAKSYÍSA. Not er að víðu naslioli nautna stríðu græðginni. Það er íðil ágæti, að öðlast gríðar nefdrætti.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.