Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 29

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 29
SKINFAXI 109 samkomur, sem bæta skilyrði æskunnar til vaxlar og þroska. Æskan á að sækja þangað nýlt líf og endur- nýjaðan þrótt, sem gerir henni baráttuna léttari í dag- legu lifi. Enginn vafi leikur á þvi, að áfengið er hér versti þrándur í götu og það þarf samstillta hugi og lífræn störf, til þess að leggja þann draug að velli. Vetrarskemmtanir U. M. F. fara flestar fram i hús- um og verður ekki gott við þvi að gera. Sum féiög ganga þó til fjalla á skíðum. Sú íþrótt virðisl fara í vöxt, og er það vel farið. Aflur á móti ætli sumarstarfsemin, skemmtanirnar og annað, að fara sem mest fram undir beru lofti, úti í hinni gróandi náttúru. Þvi sterkari, sem tengslin eru, og skilningur æskunnar gleggri á fegurð og dásemdum ráttúrunnar, eftir því verður þroski hennar meiri og farsælli. Eg hefi lillögur i þessu efni, sem eg vil beina til allra 'ingmennasambanda á landinu, og biðja þau að taka til rækilegrar athugunar: Ungmennasamböndin skulu efna til útilegu á hverju vori, helzt i nokkra daga. Þessir dagar skulu vera sér- staklega menningardagar samhandanna. Þessar úti- legur eða mót færu fram eilthvað á þessa leið: Samhandsfélögin kæniu saman á fögrum stöðum, þar sem auðugt er um allskonar steinategundir og fjöl- hreytilegt jurtalif. Á daginn yrði farið í gönguferðir og lært að safna og þekkja jurtir og steina. Seinnihluta dags yrðu svo iðkaðar iþróttir heima við tjöldin, dvalið við söng og leiki eða hlýtt á erindi. Að liðnum þessum dögum yrði svo haldin almenn samkoma, í viðkomandi byggðarlagi. Þar yrðu jurta- og steinasöfnin sýnd og skýrð, sýndar iþróltir, flutt erindi o. fl. Þannig fengju þeir, sem heima sætu og gætu ekki sótt mótin, einnig að njóta ávaxtanna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.