Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 31

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 31
SKINFAXI 111 Um sál inina streymir ylur af horfnum unaði og útbrunnin skör taka að loga að nýju ,við hlið mér. ■— Allt, sem að tíminn gróf fyrr en nokkurn grunaði gengur fram hjá í nótt og brosir við mér. Ég sit við eldana og syng yfir kulnuðum glæðunum. Svipir þess tiðna koma og hverfa inn í skuggann. Sem bergmál lireimsins, er býr í hálfortum kvæðunum er blærinn, sem hægan teikur við opinn gluggann. J ó n Helgason frá Stóra-Botni. OlafurJóli. Sigurðsson: Saga af þurrkinum. (Höfundur sögu þessarar, Ólafur Jóhann Sigurðsson, er aöeins 17 ára gamall, fæddur að Iilið í Garðahverfi 26. september 1918, en alinn upp hjá foreldrum sínum á Torfa- stöðum í Grafningi. Þrátt fyrir hinn unga aldur er hann þó þegar þjóðkunnur sem rithöfundur. Hafa komið lit eftir hann tvær bækur, „Við Álftavatn“ í fyrra og „Um sumar- kvöld“ i haust, hvorttveggja barriasögur, lipurt og vel skrif- aðar og sýna óvenju mikið efni. Smásögur eftir hann hafa birzt hér og þar í blöðum, og kvæði í síðasta hefti Skin- faxa og víðar. — Á sögu þeirri, er hér birtist, eru að vísu auðsæ áhrif frá kunnum rithöfundi. En slíkt er engin furða, og hyggjum vér, að eigi hafi margir betur skrifað, áður en I>eir höfðu fullslitið barnaskónum.) I. Þessi lilli liær liggur við syðri endimörk öræfaheið- anna, einn og afskekktur, og fráskilinn öllu sámbandi við umheiminn og menninguna. — Hús lians eru lág og óvistleg, túnið þröngt, og keldumýrarnar fyrir neð-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.