Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 32

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 32
112 SKINFAXI an lúnið, í aflíðandi halla að fljótinu, eru ógrasgefn- ar og fúnar i rót. — Þessi fátæklegi einmani minnir í fljótu hragði á munaðarlaust barn, sem á engan að, nema þá hinn órafjarlæga guð á himnum, sem fyrir- finnst ekki einu sinni á mestu liátíðum og tyllidögum ársins. En á þessum hæ liafa öreigar lifað og starfað öld fram af öld. — Á vorin hafa ferskir lieiðavindarnir leikið um magrar kinnar þeirra, og angan lyngsins svifið að vitum þeirra. Á veturna hafa hitrar hríð- arnar ráðizt á þá í sinni miskunnarlausu grimmd, og klær frostsins nístst inn i hold þeirra; spennt þá liel- greipum. — Á þessu litla lieiðarbýli liafa öreigarnir liáð sína hlífðarlausu baráttu öld fram af öld, og jafnan heðið ósigur í hverri úrslitahrið. Þeir hafa enga náð fundið lijá afturgöngum eða draugum, guðs- orðahókum eða óbilgjörnum hreppstjórum. Örlög þeirra hafa alltaf verið ráðin í upphafi leiksins, og maðkar hafa að lokum smogið bein þeirra í léleg- asta liorni kirkjugarðsins. Þó er birkiskógur liinum megin við fljótið. — Og á hverju vori hefir ilmur hans tælt horaðar kindur til að reyna á þol sinnar meðfæddu sundgáfu. Og fljótið hefir alltaf reynzt þeim ofurefli.--- En nú er sumargistihús risið upp í einum liirki- runnánum liandan við fljótið, og þangað kemur mik- ið af gestum á liverjum sunnudegi. Þeir koma ak- andi í glansandi hifreiðum, eftir nýlagða veginum, og skrölt hifreiðanna lieyrisl langar leiðir. Og frá gisti- húsinu herst annarleg lvkt, því að þar er erlendu elds- neyti hrennt, og fólkið í heiðabýlinu segir, að þetta sé miklu betri lykt en af skánar- eða mó-reyk.----- í sumar varð eg fyrir þeim lærdómi, að vera kaupa- maður hjá honum Halldóri gamla og iienni Kristínu gömlu, sem í aldarfjórðung hafa barizt á hinum um- komulausa vígvelli heiðakotsins, og átt fjögur hörn,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.