Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 37

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 37
SKINFAXI 117 —■ .Tá, liann œtlar víst að rigna, liann ætlar vísl að rigna, tantaði Kristín gamla og studdist fram á Iirífu- skaftið — Eg held, að maður kannist við þenna skýja- ldakka í austrinu. Hann er aldrei góðs viti, ónei, aldrei það. Halldór renndi augunum )rfir til sumargistihússins. —- Það ætti að vera komið liingað í þurrheyið, skemmtidótið að tarna, muldraði liann. — En nú dugar ekki að eyða tíma i kjafthátt og svoleiðis blalt- arí. Mamma og Stebbi! Farið þið að raka saman, þar sem við byrjuðum að snúa, og áfram nú. — Já, áfram nú, át Kristín gamla eftir honum og óð al’ stað. Gamla konan vissi hvað það gilti, að ná upp lieyinu, og vernda það á þann liáll frá skemmd- um. Hún var svo lífsreynd. -— I þegjandi áframhaldi kepi)lumst við að raka sam- an lieyinu, sem nú var orðið allþurrt. Halldór fór úr ullarpeysunni sinni, því að hitinn liafði aldrei ver- ið meiri en nú. Svitinn rann i lækjum niður andlit lians, strítt og magurt, en hann gaf sér ekki tima til að strjúka hann af sér. Nú tóku greinar klósigans hröðum breytingum: Þær runnu saman í gilda og dimma stofna, urðu æ regn- þrungnari og regnþrungnari, æ uggvænni og ugg- vænni; það var alveg bersýnilegt, að skúrin myndi skella yfir þá og þegar. En hinum megin við fljótið var kauiistaðafólkið að skemmla sér. Kjötkaupmaðurinn var að lala um það við konu sína, hvað það væri ánægjulegl fyrir fólkið þarna á hænum undir heiðinni, að geta skemmt sér við að dútla i töðunni. — Það er svo æfintýralegt, sagði liann, og ilmurinn úr heyinu er svo ljúffengur og hressandi. Eg vildi næstum því, að við hefðum orð- ið sveitamenn, góða mín!

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.