Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 39

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 39
SIÍINFAXI 119 Þín miskunn, ó guð, er sem himininn há, og hjarta þíns trúfestin blíða. ’ Þinn heilagan vísdóm má hvarvetna sjá, um heims alla hyggðina fríða. Sem rammbyggðu fjöllin þín réttvísin er, sem reginhaf dómur þinn hreini. Vor guð, allra þarfir þú glögglega sér og gleymir ei aumingjans kveini. Já, dásöm er náð þín og dag sérhvern ný, ó, drottinn, í skaut l>itt vér flýjum; vér hræðast ei þurfum i hælinu því, er hörmunga dimmir af skýjum. — Þetta var ljóta andskotans svika-glýjan, sagði eg, til að binda enda á þenna leiðinlega söng. — Þú átt ekki að brúka ljótl orðbragð, Stebbi minn, sagði bún og saug upp í nefið. Guð gefur okk- ur þurrk bráðum. Og svo tók hún að sýsla við ketilinn, óvenju bog- in og grá, og eftir dálitla stund var kaffið til. Hún gaf mér fullan bolla, og einhversstaðar veiddi lmn fram gamla pönnuköku, og sagði að eg mætti eiga bana. Og gamla, slitna konan, sem alla líð liafði ver- ið svo sparsöm, var i þetta skipti enn sparsamari en eg liafði haft kynni af áður. Hún, sem æfinlega bafði etið aðeins einn svkurmola með bollanum, beit hann nú í sundur og át liálfan. Svo sölraði hún kaff- ið liægt og liægt, og hélt sopunum sem lengst uppi í sér, til að njóta þeirra sem bezt, því að ])etta var hennar munaður, eftir óhamingjusaman dag. Og hún virtist reyna að sökkva sér æ dýpra og dýpra í augna- bliks gleymslcu hans, því að umfram allt vildi liún gleyma. Hún vildi gleyma lífi sínu. Nú fyrst mundi eg eftir því, að Ilalldór var ekki kominn inn, og eg gekk úl og skyggndist um eftir honum, en liann var livergi að sjá. Ilvar gal mað- urinn haldið sig í þessari rigningu?

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.