Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 45

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 45
SKINFAXI 125 liættu, að bæirnir sjúgi i sig æskulýð sveitanna. Rík- ið sjálft, ríkisstofnanir, félög og einstaklingar hafa lagt og leggja árlega mikla orku i það, að lialda æsk- unni kyrri í sveitunum. Æskulýðsstarfsemi þessi fer mest fram í félögum, þar sem drengir og stúlkur fá tækifæri til að reka jarðyrkju eða kvikfjárrækt á eigin spýtur, með eftirliti og leiðsögn sérfræðinga. Maís- og svínaræktarfélögin í Bandaríkjunum eru nú þekkt víða um heim, en þau skipta þúsundum, og í þeim eru unglingar, drengir og stúlkur. Ungling- arnir fá sjálfir að sýna á stórum sýningum afrakst- urinn, sem þeir liafa ræklað og framleitt. Dæmt er um árangurinn og verðlaunum útlilutað, mjög liátíð- lega og við mikla þátttöku og mikinn áhuga almenn- ings. Þar í landi kunna menn að meta sjálfstæð verk verðandi þjóðfélagsþegns, þó að hann sé ungur dreng- ur. Þar eru slík störf æskunnar talin í fremstu röð þjóðhollra stari'a. Félagshreyfing sveitaæskunnar í Bandaríkjunuin var stofnuð þegar 1898. I henni er árlega liðug hálf milljón drengja og stúlkna. Yfirstjórn liennar er i deild úr landbúnaðarráðuneytinu. Þegar eitthvert ríkjanna gekk inn í lireyfinguna, fékk það 10.000 dollara stofntillag, en síðan árlegt framlag í lilut- falli við það, sem ríkið lagði sjálft til. Á nýjári 1928 sendi sjálfur landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, V. M. Jardine, út þessa nýjársósk: „Gott nýjár! Gæðin, sem eg óska hverjum sveita- dreng á nýja árinu, eru þessi: Starf í skólanum og heima. Hví ekki að heitstrengja tvennt: Að fá 10% hetri vitnisburð í skólanum en síðastliðið ár, og að hljóta fyrstu verðlaun i rækl- unarsamkeppni? Gaman: leikir og skemmtanir, sem eru þroskandi fyrir líkama og sál. Kærleikur til manna og dýra.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.