Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 62

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 62
142 SKINFAXi Þannig heí'ir garðurinn hans Arnleifs opnað augu sveitunga lians fyrir því, að fegra og prýða umhverfis- heimilin. Garðurinn hans er líka áreiðanlega fegursti iafnstór hlettur í öllu byggðarlaginu. Það er lilýlegt að horfa heim að Kirkjubóli, þegar garðurinn er i blóma, og þá ekki síður, ef komið er1 í hann sjálfan. Garðurinn liefir ekki kostað Arnleif annað, í beinum peningum, en verð girðingarinnar i kring um liann. Hilt liggur í hans eigin starfi og umönnun í frístundum. En það hefir hann lagl fram með gleði og ánægju, sem hefir gert lif lians fegurra og fyllra. Á samkomu, sem U. M. F. Súðfirðinga hélt í sumar, flutli Arnleifur, sem nú er formaður félagsins, mjög eftirtektarvert erindi, þar sem hann vill fylkja börnun- um og unga fólkinu saman um það, að koma upp gróðrarstöð i sveitinni. Eg óska honum innilega tii hamingju með þá liugmynd, og eg vona, að ungmelma- félagarnir skilji svo vel hlutverk sitt, að þeir veiti hon- um traust lið i þessu efni. Með samstilltum kröftum ungrar og vaxandi sésku verður margt leikur einn, sem annars er óframkvæm- anlegt. Skúli Þorsteinsson. vaki í nótt. Ennþá hem ég heim, því nú er vorið sezt að völdum, og veturinn er gleijmdur ásamt prófi og skólaönnum. Að sunnan kemur hlýjan í óralöngum öldum, svo angandi af lífi og blessun handa mönnum. Ég ætla að vaka í nólt, á meðan blessað fólkið blundar. Á bak við stekkjarhólinn er gott að setjast niður. Og alltaf rísa borgir, þó ýmsar séu hrundar, og ennþái sveipar hólinn svo djúpur, þögull friður.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.