Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 68

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 68
148 SKINFAXI lýðs, búa yfir beztu hugsjónum hans, beztu og sigur- vænlegustu ætlunum lians. Þessi fólög öll liafa ýms alriði ólík á stefnuskrám sínum, en þó er þeim öllum það sameiginlegt, að vilja tengja orku og vilja æskulýðsins um vöxt, þroska og þjóðnýtt starf á sviði atvinnu- og inenningarlífs. Atriði þau, sem skilja, eru liverfandi andspænis þeim, sem sameiginieg eru og sameina. Hinar alvarlegu ástæður nú og enn ískyggilegri framtíðarhorfur islenzkrar alþýðuæsku, kalla einum rómi öll þessi frjálslyndu æskulýðsfélög til eins draums, að einni ákvörðun, undir eilt merki: Frjáls æska á Islandi, sem ver afkomu- og menningarmögu- leika sína, eykur þá og eflir, gerist forystulið við upphaf nýs tímabils í menningu þjóðar sinnar, eins og ungu íslenzku námsmennirnir viti í Kaupmanna- höfn gerðu fyrir 100 árum. Nú er miklu slærra hópi á að skipa, miklu betri starfsskilyrði við að I)úa, enda ennþá meira verlc að vinna. Nú geta ýms æsku- lýðsfélög gengið til samstarfs, þá voru engin slík fé- lög, aðeins fáir einstaklingar, sem hófust handa. Þeir gáfu út Fjölni. Við þurfum nð gefa út okkar Fjölni. Við þurfum að taka höndum saman um útgáfu æskulýðsmálgagns, sem tengir saman allan fram- sækinn, frjálslyndan og róttælcan æskulýð, veitir lið hvívetna liugsjónum hans, atvinnu- og menningar- kröfum, ræðst gegn hverjum þeim félagsöflum, sem beint eða óbeint vilja stemma stigu l'yrir marki og málstað hans, ])jálfar hug æskunnar og eykur henni rittækni, gerist málssvari og forvörður alls liins djarf- asta og bezla og lífvænlegasta, sem íslenzk alþýðu- æska hugsar, vill og framkvæmir á komandi árum. Hér eiga hlut að máli liin ýmsu félög, sem áðan voru talin, auk ýmsra fleiri, sem væntanlega gengju til samvinnu, og ýmsra einstakra skoðanabræðra ófé-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.