Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 76

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 76
156 SKINFAXI umhverfið og aðstaðan hafa á næma sál hans. Öll er sagair vel og hressilega sögð og prýðilegar lýsingar víða, og gull- fallegar setningar. Stillinn er persónulegur og gætir ekki á- lirifa frá öðrum höf. Til eru lika óþarfir útúrdúrar og jafnvel nokkrar smekkleysur, ef að er gáð. En að öllu samanlögðu hefir höf. unnið mikinn sigur með bókinni. — Ólafur Erlings- son hefir gefið bókina út, og er vel frá henni gengið. Þorsteinn Jósefsson: Æfintýri förusveins. Þegar Skinfaxi var um það hil að verða fullprentaður, barst ritstj. óvenjulega útlitssnotur hók með ofanrituðu nafni. Höf. þekkja ungmennafélagar. Segir hann í bókinni sögur úr ferð- um sínum suður í Mið-Evrópu, og eru frásagnirnar skemmti- legar og „spennandi“ eins og skáldsögur. Ágætar myndir prýða hókina. Paul Eipper: Nei! Sko börnin! Valdimar Össurarson kennari hefir þýtt bók þá, er að ofan getur. Það er bók um börn, en ekki fyrir börn — lýsing á litlum börnum, þoska þeirra og því, hvernig þau snúast við fyrirhrigðum lífsins, krydduð með smásögum úr lífi barna- Bókin er góð, og þó eru myndirnar i henni beztar — ljós- myndir af börnum í ýmiskonar ástandi. — Þýðingunni er sumstaðar óþarflega ábótavant. Fimm unglingabækur. Skinfaxa liafa borizt finnn bækur, sem ætlaðar eru börn- um og unglingum, ein frumrituð, en fjórar þýddar. Frum- ritaða bókin er Um sumarkvöld, eftir hinn unga rithöfund, Ólaf Jóh. Sgurðsson, sem lesendur Skinfaxa þekkja. Eru þetta níu sögur og æfintýr, og ein sagan, Góðir drengir, langlengst.. Fyrri bók Ólafs, Við Álftavatn, hefir orðið mjög vinsæl með- al harna. Siðan hefir höf. stórfarið fram. Þarf þvi eigi að efa vinsældir þessarar nýju bókar. Þess var getið í Skinfaxa i fyrra, að Þorsteinn M. Jónsson ó Akureyri hóf þá útgáfu bókaflokks, er nefnist „úrval úr heimsbókmenntum barna og unglinga". Ilafa þeir Jóhannes skáld úr Kötlum og Sigurður Thorlacius skólastjóri valið og þýtt bækurnar. Fyrsta bindið, sem kom i fyrra, var fyrri hluti af Kak, eftir Vilhjálm Stefánsson og Violet Irxvin. Er ]>að saga af ungum eir-eskimóa, reist á sönnum viðburðum úr ferðum Vilhjálms. Nú í haust hafa komið út tvö bindi af safni þessu, síðari hluti af Kak og fyrri hluti af franskri

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.