Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 79

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 79
SKINFAXl 159 er og vill íá hana til að sættast við sig, þar sem hann geti sannfært liana um sakleysi sitt. Hún hræðist almannaróminn, svo að leiðir þeirra hljóta uð skiljast. En fórn þessara elsk- enda verður gagnkvæm, því að Hrafnhildur gengur að eiga Jón í Braut, andstyggilegan nirfil, sem ekkert hefir annað tit síns ágætis en það, að vera bezti fjármaður sveitarinnar. Hún gerir það til þess að geta séð farborða geðveikum bróður sínum. („Já, þetta getur allt verið mjög raunalegt stundum.“) — Ósamlyndi fjölskyldanna í Grashaga vex svo, að Sverrir hrökklast þaðan burt og kaupir niðurnídda kotjörð af bónda, sem hefir lagt árar i bát við búskapinn og flýr nú á mölina í Reykjavík. —■ Sagan endar vel að því leyti að samkomulag þeirra Sverris og Ragnheiðar virðist fara batnandi. Þannig er gangur sögunnar í fáum orðum, en í henni er getið margra fleiri persóna og alburða. Spaugileg er t. d. frá- sögnin um það, þegar kýrnar héldu fund í samkomuhúsinu nóttina áður en átti að verða ungmenafélags-„ball“(!) Þessi sunnlenzka sveitalífslýsing er nýtt innlegg í bók- menntir íslendinga, þvi að til þessa hefir Suðurlands og Sunn- lendinga mjög lítið gætt í íslenzkri skáldsagnagerð. Stillinn er fjörlegur og frásögnin viða skemmtileg. Bæði persónum og staðháttum er svo lýst, að þau hljóta að standa lesandanum mjög ljóslega fyrir hugskotssjónum. Sögulokin gefa fyrirlieit um framhald. Lesendur bíða með eftirvæntingu frásagnarinnar um það, hvernig þeim Sverri og Ragnheiði farnast í Brjóskholti, svo og hvað verður um hin- ar aðalpersónurnar. — Að lokum ein lítil, góðlátleg bending: Menn ættu ekki að láta upphafið á bókum Guðmundar Daníelssonar fæla sig i'rá að lesa þær, því að þá færist þeim líkt og ferðalanginum, sem slcrifaði i dagbók sína, þegar fyrsti íhúinn í þorpi einu hafði orðið á vegi hans: „íbúarnir hér eru rauðhærðir og kiðfættir"! Leifur Haraldsson. Færeyskar bækur. Kennarafélagið í Færeyjum hefir gefið út tvær kennslu- bækur í ár: „Föroyskar aftursagnir“, og „Dýralæra f“, eftir Miklcjal Dánjalsson á Ryggi. Mikkjal er þjóðskáld, og eiga líklega fáar þjóðir jafnskáhllega og vel skrifaða kennslubók í dýrafræði og bók hans er. Auk þess er hún vel prentuð, með mörgum myndum, og hefir höf. teiknað sumar þeirra. Bókmenntafélagið „Varðin“ er að gefa út þrjú skáldrit:

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.