Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 8

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 8
8 SKINFAXI V. Friðarmál. Vegna þess, að Ungmennafélagsskapurinn liefir sjálfstæðishugsjónina að kjarna, á hann að láta sig friðarmálin miklu skipta. „Hingað og ekki lengra,“ munu nú margir segja. „Ærið er nú þulið verkefna, þótt þessu sé ekki bætt við, er samstarfi þjóða sem og einstökum ríkjum virðist ofurefli.“ En eg skal gera grein fyrir, við hvað eg á. Sjálfstæði vor íslendinga er nú mest vá að ófriðar- hættunni. Síðastliðinn vetur upplýsti einn elzti og reyndasti stjórnmálamaður vor, í útvarpinu, að í byrj- un heimsstyrjaldarinnar hefðum vér nauðugir vilj- ugir orðið að afhenda Englendingum þýðingarmesta hluta fiskiflota vors. Ui'ðu Finnar að gera liið sama, og voru Bretar svo ósvífnir í þeirra garð, að þeir neituðu að borga skipin, sem þeir tóku. Allir vita, hversu mikils Þjóðverjar mátu lilutleysisyfirlýsingar Belgíu í byrjun ófriðarins mikla, og mætti margt til tína, til sönnunar öryggisleysi smáríkja á ófriðartím- um. Óhjákvæmilega veldur og ófi'iður geigvænlegum markaðstruflunum. En oss íslendingum er mikið mein að þeim, svo mjög sem vér eigum velfarnað vorn und- ir hagstæðri utanríkisverzlun. Mönnum er nú almennt ljóst, að vegna legu sinn- ar og staðhátta er ísland nú orðið mjög þýðingar- mikið frá hernaðarsjónarmiði. Svo langt er liernað- artækninni nú komið. Flestir menn kannast við spá- dóm Lenins, byltingarforingjans rússneska, um að ísland muni verða mjög þýðingarmikið í næstu styrj- öld. Menn hafa og bent á, að tæplega hafi för Balbos Ixingað norður til Islands, hér um árið, verið farin án liexnaðarlegs tilgangs. Og margir líta olíugeyma hinna brezku oliufélaga hér hornauga. En eins og kunnugt er, eru olíuhringarnir ensku í höndum brezku stjórnarinnar og reka óspart erindi hennar. „En til hvers er þetta tal?“ munu menn spyrja.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.