Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 13

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 13
SK1XFAX.I 13 bannað að taka þátt í fundinum. Framkvæmdanefnd fundarins taldi sig ekki geta gengið að þeim skil- málum; bauð Þjóðverjum hinsvegar, að gera sérstak- lega grein fyrir viðhorfi þjóðernis-jafnaðarstefnunn- ar til friðarmálanna, en það bar engan árangur, og hörmuðu fundarmenn mjög fjarveru hins þýzka æskulýðs. Einkum kom það í ljós í ræðum frönsku fulltrúanna, og létu þeir ganga milli fundarmanna skjal, þar sem þeir og aðrir nágrannar Þjóðverja liétu á þá til samvinnu til tryggingar friðnum. — Mussolini bannaði æsku Ítalíu að senda fulltrúa á fund þenna, enda er eklci langt síðan, að hann rak menntamálaráðherra sinn frá, vegna þess, að hon- um þótti hann ekki nægur hernaðarsinni. Skipaði hann í það embætti aftur gamlan herforingja, gráan fyrir járnum, sem ekkert hefir annað unnið að menntámálum en það, að gefa út nokkra smábæk- linga um, hvernig mvrða megi menn á fljótvirkast- an hátt, samkvæmt nýjustu reglum hernaðarlistar- innar! (Eru þetta upplýsingar ítalsks stúdents, for- manns æskulýðssambands mótmælenda á Ítalíu, er hann gaf á kristilegum stúdentafundi í Sviss í sumar). Forseti fundarins var kosinn H. Rolin, belgiskur þingmaður og formaður Alþjóðasambands Þjóða- handalagsfélaga. Fundurinn fór fram i „Batiment Electoral", þar sem Þjóðabandalagið hefir haldið hina stærri fundi sína. Var og orð á þvi haft, að ekki væri laust við reimleika þarna. Þótti mörgum sem vofur fagurra en óframkvæmdra álvktana og ráðagerða svifi þar um sali. Fvrsta fundardaginn voru ávörp flutt og grein gerð fyrir ástandinu i hinum ýmsu löndum. Auðvitað liöfðu sendinefndir Spánar og Kína þarna sérstöðu, en víðar að voru þó geigvænlegar fréttir fluttar. Allir þeir, er töluðu, höfðu þó frá voldugum og víð- tæknm æskulýðssamhöndum að segja, er störfnðu að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.