Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 19

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 19
SKINFAXI 19 I. nefnd hafði til meðí'erðar: Æskan og alþjóðleg stjórnmálasamvinna. Mest bar þarna á Frökkum og tillögum þeirra. Yoru þeir með mikið skjal með- ferðis, sem um 30 félagasambönd í Frakklandi, mis- munandi tilgangs og eðlis, höfðu skrifað undir. Var þar margt fagurra orða og fágaðra setninga, og er slíkt að yísu engin nýlunda um franskt plagg. En mest var um það vert, að þarna virtist af einlægni lalað og áhuga á að láta nú ekki lengur sitja við orð- in tóm í þessum málum. — Ensku fulltrúarnir létu og mjög til sin taka um starf þessarar nefndar. Var að lokum samþykkt einskonar ályktun, og er upp- haf hennar svo: „Stríð er ekki óhjákvæmilegt. Vér berjumst fyrir friði, þeim friði, sem varanlegur er. Hann byggist á réttlæti, og skylda vor er, að vinna að framgangi þess. Æska nútímans er völcnuð til skilnings um hlutverk sitt og getu til skipulagningar alheimsfriðar. Hún sameinast nú tii athafna og tekur ákvarðanir að rödd hennar heyrist. Ósigrar Þjóðabandalagsins verða ekki raktir fyrst og fremst til skipulags þess. Ósigrar Þjóðabandalags- ins eru ósigrar einstaklinga þjóðanna. Orsalcir þeirra verða raktar til rikjandi almenningsálits með þjóð- unum, og hinna ýmsu rilcisstjórna. Þjóðabandalag- ið getur því aðeins uppfyllt skyldur sínar, að almenn- ingsálit hinna einstöku landa fallist á tilgang þess og styðji stefnu þess. Talcmarkið er, að Þjóðabanda- lagið verði bandalag þjóða, en ekki einstakra ríkis- stjórna. Innan Þjóðabandalagsins á að vera nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar frá þýðingarmestu þáttum þjóðfélaganna, efnahagslegum, þjóðfélagslegum og menningarlegum." — Síðan lcoma margvíslegar til- lögur til umbóta á Þjóðabandalaginu og sáttmála þess. Bent er á þörf þess, að Þjóðabandalagið hafi sjálft tök á því, að framfylgja úrskurðum sínum, og 2*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.