Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 20

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 20
20 SlvliNFAXI ráði. það yfir herafla. En jafnframí er lögð megin- áherzla á, að lilutverk Þjóðabandalagsins sé að leysa vandamálinu á friðsamlegan liátt. Nefndin fellst á hugmyndina um alþjóðalögreglu, og er því fylgjandi, að vopnaframleiðsla sé tekin úr höndum einstakra manna og fengin í hendur því opinbera. Ófriður er glæpsamlegur, og er siðleysið sjálft, að veita gróða- brallsmönnum tækifæri til þess að hagnast á honum. Mjög var deilt á aðgerðir eða öllu heldur aðgerða- leysi Þjóðabandalagsins, og voru Ameríkufulltrúarn- ir þar fremstir í flokki. II. nefnd hafði að viðfangsefni: Æskan og við- skipta- og þjóðfélagsmáliri. Er fulltrúar liöfðu gefið skýrslur um ástandið í löndum þeim, er þeir komu frá, var tekið til starfa við verkefni nefndarinnar, sem var í þrem þáttum. a) Viðskipta- og framleiðslumál. Verður liér sagt frá örfáum athugunum, er fram komu í nefnd þess- ari. „Síðan ófriðnum lauk, hafa þjóðirnar barizt fyr- ir því, að vera sjálfum sér nógar, þ. e. kaupa sem minnst á erlendum markaði. Með Versalasamning- unum risu upp mörg smáriki, sem reynt hafa að ein- angra sig sem mest viðskiptalega, enda þótt vitað sé, að í verzlunar- og fjárhagsefnum er þeim ómögu- legt að slanda einum. Stórveldin leika sama leikinn og útiloka ekki aðeins afurðir keppinauta sinna á heimsmarkaðinum, þ. e. annarra stórvelda, heldur einnig hinna smærri ríkja. Kreppan liefir mjög ýlt undir þessa stefnu. Hver þjóð reynir að finna „þjóð- legt“ meðal við fyrirbrigði, sem er alþjóðlegt. Ágætt dæmi þessa er Bretland. Aðeins % liluti innfluttra iðnaðarvara er þar tollfrjáls. Árlegur tollur á mat- vöru er 245 millj. £, á hráefnum 45 millj. £, og á iðn- aðarvörum 275 millj. £. Árleg hjálp til landbúnað- arins nemur 50 millj. £, auk 19 millj. £, sem ýmsar ívilnanir nema, eftirgjafir á flutningskostnaði og því

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.