Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 31

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 31
SKINFAXI 31 er þess þörf, að fært sé til samræmis skipulag skóla- mála þjóðanna og lærdómskröfur þeirra gerðar jafn- ari en nú er. 6) Alþjóðleg námskeið, sumarskólar og þvíumlíkt er og mjög þýðingarmikið til þess að auka á kynni æskulýðs hinna ýmsu þjóða. Til allrar þessarar starfsemi er þörf fjár, og ættu allar þjóðir að leggja til þessa nokkurn skerf.“ Viðfangsefni IV. nefndar var: Skipulagning friðar- starfs æskulýðsins. Fer hér á eftir meginliluti ályktunar þessarar nefnd- ar, sem um leið var ályktun fundarins: „1) Stofnuð sé nefnd, er heiti: „Nefnd Alþjóða- æskulýðsfúndarins" (Comité du Congrés Mondial de la Jeunesse). 2) I nefnd þessari skulu eiga sæti 2 fulltrúar frá félagasamböndum hinna einstöku landa og einn full- trúi frá hverju þeirra alþjóðasambanda æskulýðsins, er vinna vilja að friðarmálum. Hvor hinna tveggja fulltrúa frá hverju hinna einstöku landa skal hafa rétt til eins atkvæðis. Geti aðeins annar þeirra mætt, fer hann með tvö atkvæði. 3) Nefnd þessi skal vera í náinni samvinu við Al- þjóðasamband þjóðabandalagsfélaga. En fullkomið frjálsræði hefir hún um starfsháttu sína i framtíð- inni. Meðal annars skal starf hennar fólgið í eftir- farandi: a) Hún skal vinna að því, að friðarstarfsemi í hin- um ýmsu löndum sé sem öflugust og að í henni taki þátt sem flest félög, hverra flokka, sem þau annars eru, eða skoðana. b) Gefa skal hún út skýrslu um gjörðir hins fyrsta æskulýðsfundar um friðarmál. c) Hún skal undirbúa annan slíkan fund í náinni framtíð. Nefndin skal kjósa sér aðalritara, sem ábyrgur er

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.