Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 32

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 32
32 SKINFAXI gagnvart henni. Iiann skal starfa í nánu sambandi við aðalskrifstofu Alþjóðasambands þjóðabandalags- félaga og fá liúsrúm í liúsakynnum hennar. Hvern- ig þessu samstarfi skal liátlað, ákveður „Nefnd Al- þjóðaæskulýðsfundarins“ í samráði við alþjóðasam- bandið.“ Nokkur atriði, sem máli skipta, skulu enn talin úr ályktun þessari. „1) Félagasambönd liinna einstöku landa skulu slanda fjárbagslegan straum af „Nefnd Alþjóðaæsku- lýðsfundarins“. Einnig skal aflað fjár með frjálsum framlögum. 2) Rit skal gefið út eins oft og þurfa þykir, og skýri það frá störfum nefndarinnar og slyrki sam- band og samstarf hinna ýmsu félagasambanda. 3) Nefndir þær, er starfa í liinum einstöku lönd- um og sæti eiga i fulltrúar þeirra félaga meðal æsku- lýðsins, er samstarf vilja um friðarmál, skulu taka til atliugunar bagfræðileg og þjóðfélagsleg viðfangs- efni, er snerta æskuna: menntunarskilyrði liennar, bvernig hún geti bezt varið tómstundum sinum og bvernig sem fullkomnastri æskulýðslöggjöf verði komið á. 4) Tillögur þær og kröfur um hagsbætur æskunni til handa, er fram hafa komið á fundi þessum, skulu sendar Verkamálaskrifstofu Þjóðabandalagsins og ríkisstjórnum hinna einstöku landa.“ í fundarlok var eftirfarandi ávarp samþykkt: „Vér, fulltrúar æskúlýðs 36 landa, höfum setið á fundi í Genf 31. ágúst—6. sept. 1936 og beinum nú máli voru til ungs fólks allra landa. Frá löndum allra álfa heims erum vér saman komn- ir. Vér höfum sannfærzt um föðurlandsást æskunn- ar, ást hennar á þjóðum þeim, er bún hefir alizt upp með og sem hún vill lifa og starfa með í friði fram- tiðarinnar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.