Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 33

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 33
SKINFAXI 33 Oss er ljós hættan, sem yfir vofir, og vér eruni sannfæröir um, að það er bræðalagsliugsjónin ein, sem fær bjargað og fært lieiminum hamingju frið- arins. Yér trúum á átök þeirrar hugsjónar í hjörlum æsk- unnar, einmitt vegna virðingar hennar og ástar á ætt- löndum sínum. Viðhorf vor til heimspeki, trúar og stjórnmála eru margvísleg. En einn er sá vilji vor allra: að bjarga samtíðinni frá hörmungum nýrrar heimsstyrjaldar. Eitt er og mat vort á manninum, ein ást vor til mann- kynsins alls. Vér erum sameinaðir lil samvinnu. Vér vitum, að það eitt getur orðið til þess, að rödd vor heyrist og að íhlutunarréttur vor verði ekki fyrir horð borinn, um þau mál, er varða lif vort og fram- tíð. Æska allra landa, sameinast i varðveizlu friðar- ins! Æska allra landa, sameinast, að þú megir lifa og vaxa í friði! Vexti þinum eru vonir mannkyns- ins tengdar! Æska allra landa, hverjar sem skoðan- ir þínar annars eru, fram til baráttu fyrir velfarnan þinni, í anda fundar vors! Krossferð sé hafin, fyrir friði, framtíð siðmenningar og hamingju mannkyns- ins!“ — Var nú fundinum lokið, en næstu tvo daga kom nefnd sú saman, er gert er ráð fyrir i samþykktum fundarins. Ekki taldi eg mig hafa umboð til þess að nefna neinn af íslands hálfu í nefnd þessa, en sat samt á fundum hennar til þess að sjá hvernig af stað væri farið. Byrjað var á því, að kjósa einskon- ar framkvæmdaráð og er það þannig skipað: 1 full- trúi frá Kína, 1 fulltrúi frá Indlandi, 1 fulltrúi frá Ástralíu, 1 fulltrúi frá Bandaríkjunum, 1 fulltrúi frá Cuba, 1 fulltrúi frá S.-Afríku, og 1 fulltrúi frá hverju þessara ríkja Evrópu: Englandi, Frakklandi, Búss- landi, Tékkó-Slóvakíu og Póllandi. Auk þessa eiga 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.