Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 41

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 41
SKINFAXl 41 En loksins komu ár með útsýn nýja, með íslenzkt skin um tind og fjallasal, og sólin skein á milli morgunskýja og myndaletri skreytti byggðan dal. Og fólkið heyrði ferskan blæinn streyma, það fann, hve hann var sterkur, hlýr og tær. Það vildi eigin sorgum sínum gleyma. það sá, hve nú var frelsisroðinn skær. Og svo kom frelsið, eins og óþekkt stjarna, og áhrif þess um landið dreifðu sér. Það flutti arð og líf til landsins barna, sem lof um aldir foringjunum ber. Og vel sé þeim, er vígðu starf og anda til varnar sinni köldu fósturjörð. Á leiðum þeirra lágar vörður standa. Af lýðnum skal þeim sungin þakkargjörð. En nú er okkar skylda að vinna og vaka og vernda og rækta sannan þjóðar auð. Ef frelsi okkar útlendingar taka til eigin nýtni — svo er þjóðin dauð. En æskulýður, ertu hér á verði? Er æðsta hugtak þitt að vera frjáls? Því þú átt ríki það er frelsið gerði, og þú átt einnig krafta starfs og máls. Og fullveldið með átján ár að baki er okkur hvöt til stefnu fram á við. Við finnum öll þann mátt í tímans taki, sem tignar þann, er skilur þroskans svið. Og æslca, láttu hreinan skjöld þinn skína og skildu sjálf, hve stórt þitt hlutverk er. Þá geymir sagan göfga minning þína, þá gyllir roðinn fyrsta desember.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.