Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 54

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 54
54 SKINFAXI og barnaleikvalla, ýmiskonar fegrun og snyrtingu bæjanna, friðun, hreinsun og grisjun skógarleifa, plöntun nýrra skóga, sandgræðslu og hefting upp- blásturs, bygging viðlegukofa fyrir unglinga og ferða- menn á viðavangi og öræfum. Svona mætti lengi telja nauðsynleg verkefni, sem æskan liefir áliuga á, og væri fús til að vinna að, ef henni er gert það fært. Ungmennafélögum og öðrum æskulýðssamtök- um yrði fráleitt skotaskuld úr því, að benda á nóg verkefni og vekja áhuga á þeim. Vanda verður sérstaklega vel val stjórnenda í þess- ari sjálfboðavinnu, því að vinnan sjálf verður að vera unglingunum skóli, sem þeir geti lært í lagvirkni og hverskonar „vinnuvísindi“. — Vinnunni verður auðvitað að fylgja nám í almennum fræðiun og beit- ingu liugar og handa, á þann hátt, sem bezt fellur við árstíð og umhverfi. 2. Námskeið í handavinnu og listiðnaði. Fjöl- margir íslenzkir unglingar liafa mesta yndi af að smiða og búa til á annan hátt l'agra og nytsama hluti. Mikið er um hagleilt og hæfileika til listiðnaðar og smekldegs handiðnaðar með þjóðinni, þó að þeir fái litt notið sín hjá alþýðu manna, sökum skorts á þjálf- un og kunnáttu. Atvinnulausir unglingar, sem áhuga hafa og hæfileika í þessa átt, þurfa að eiga kost á aðstöðu og tilsögn til að búa til einfalda, íagra og góða bluti til heimilisnota og híbýlaprýði, enda er vafalaust, að þeir geta skapað sér með þvi tekjur til dráttar. — Unglingar þessir þurfa að fá jafn- hliða nokkra kennslu í móðurmáli, reikningi, drátt- list og ef til vill fleirum fræðum, og iþróttaaðstöðu. Æskilegasta framkvæmd þessa atriðis held eg væri sú, sem nú skal lýst: Kaupstaðirnir allir, og þau þorp, sem hafa eitthvað af atvinnulausum unglingum eða ekki mjög við bundnum, komi upp rúmgóðu hús- næði með nægum verkfærum, er lagtækum ungmenn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.