Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 56

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 56
56 SKJNFAXI vík hafa og gefið mjög góða raun. Þó liafa þau starf- að á síðkvöldum við mjög slæma aðstöðu. 3. Sjómennska. Fjölmargir íslenzkir drengir hafa mjög sterkan hug til sjómennsku og siglinga. Ef þeir drengir fá ekki atvinnu við sitt hæfi, er þeir kom- ast á verkfæran aldur, verður jafnmikil sjósóknar- þjóð og Islendingar eru, að sjá sóma sinn og hag i því, að gefa þeim kost á að nota atvinnuleysistímann til hagkvæms og rækilegs undirbúnings undir starf sjómannsins. Þetta má gera með því, að láta þess- um unglingum i té einskonar verklegan sjómanna- skóla, þar sem þeir geta lært allskonar vinnuhrögð og fræði sjómannsins, við svipaða aðstöðu og gerist í lífinu sjálfu, og helzt skapað einhverjar tekjur um leið. Framkvæmd þessarar hugmyndar fyrir Suðvestur- land mætti hugsa sér á þessa leið: Komið sé upp verbúðum í'yrir unglinga á heppi- legum stað, líklega helzt „suður með sjó“, t. d. í Sand- gerði. Skólaverstöð þessi fái einn eða fleiri stóra og góða vélbáta til afnota, til æfinga og annarrar starf- semi, ásamt veiðarfærum og öðrum útbúnaði til að ná fiski úr sjó og gera úr honum markaðsvöru. Við stöðina þarf að vera dálílil vélsmiðja, netavinnustofa, seglasaumastofa, tæki til einfaldra mælinga, rann- sókna og athugana á veðri og sjó, afla o. fl., og svo fullkomin tæki til björgunar og að framkvæma „hjálp í viðlögum“. Á stöðinni fengju drengirnir samskonar nám og þjálfun og sjóskátar fá víða um heim. Æfingu í öll- um störfum, sem vinna þarf á litlu skipi, að beita seglum, fara með vél, nota og hirða ýmiskonar veið- arfæri og jafnvel að hafa á hendi stjórn skipsins, nota sjókort og áttavita o. s. frv. Þjálfun í hverskon- ar landstörfum sjómanna, viðgerðir á veiðarfærum, smærri viðgerðir á skipum og vélum, aðgerð afla og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.