Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 61

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 61
SKINl-'AM 61 VIII. Ritgerð þessari er nú þegar lokið. Og þar með er þetta meginvandamál alþýðuæskunnar hér heirna og um víðan heim afhent ungmennafélögunum til at- hugunar og umræðu, en umfram allt til dáðríkrar fyrirgreiðslu. Það munar þetta mál og livert mál ann- að miklu, ef ungmennafélögin sameinast um að legg.ja því óskipt lið. Þetta snertir að visu mest æsku bæj- anna. En til þess verður að ætlast, að Umf. sveitanna sé það ljóst, að þá eru atvinnuhorfur sveitaunglings- ins heztar, þegar atvinnuleysi er minnst við sjóinn. Svo nátengd eru atvinnuskilyrði og afkoma við sjó og í sveit. Það, sem Umf. leggjast á sveif þessa máls, verður lagt í sameiginlegt átak margra, sem að málinu vilja vinna. Höfundur greinar þessarar bar fram tillögur um málið á fulltrúaþingi Sambands íslenzkra barna- kennara s.l. sumar, og voru þær samþykktar. Skal nú meginefni framanritaðs dregið saman í örstutt mál, með því að prenta upp þessa samþykkt kennaraþings- ins. En það lagði til að eftirfarandi yrði gert: 1. Að skrásetja atvinnulausa unglinga 14—18 ára, safna skýrslum um hag aðstandenda þeirra og afla upplýsinga um áhugaefni unglinganna og óskir þeirra um framtíðarstörf. 2. Að banna launaða vinnu skólaskyldra barna þá líma árs, sem skólar starfa. 3. Að styðja til skólavistar alla þá unglinga, sem hafa áhuga og löngun til að stunda skólanám. 4. Að stofna til almennrar sjálfboðavinnu fyrir atvinnulausa unglinga. Unnið sé að framkvæmdum, sem almennri daglaunavinnu mundi ekki vera var- ið til, með stuttum vinnutíma á dag, og kaupi, sem hrökkur ríflega til fæðis og fata. 5. Að á heppilegum stað sé komið upp verstöð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.