Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 62

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 62
62 SlvlNFAXI fyrir unglinga, þar sem þeir geti lært margháttuð sjó- mennskustörf, bæði verklega og fræðilega. 6. Að þeim atvinnulausum unglingum, sem áhuga hafa á landbúnaðarstörfum, sé lagt til hentugt land, nauðsynlegt stofnfé og leiðbeiningar, til að reka jarð- yrkjustarfsemi eða kvikfjárrækt. 7. Að í bæjum, þar sem unglingar eru atvinnu- lausir, sé komið upp nægilega rúmgóðum vinnustof- um með nauðsynlegum áhöldum, svo að unglingar, sem hneigðir eru fyrir handiðnir, geti unnið þar, enda sé þeim séð fyrir hæfum leiðbeinanda og vinnuefni. 8. Að unglingum, sem njóta þeirra aðgerða, sem um getur í 4.—8. lið framanritaðs, sé jafnframt séð fyrir nokkurri almennri fræðslu. Agnar E. Kofoed-Hansen: Um svifflug. Eg ætla liér með fáum orðum að fræða ykkur dá- lítið um flug án lireyfils, eða svifflug, eins og það oftast er kallað. Flug án hreyfils greinist i tvo aðal- flokka: Renniflug og svifflug. Svifflug greinist svo aftur í hitaupppstreymisflug, eða það, sem Þjóðverj- ar kalla „Termikflug“, og uppvinduflug eða „hang- flug“. — Sú spurning, sem fyrst mun vakna í huga ykkar, er: Hvað er svifflug? Við höfum sjálfsagt allir haft flugáhuga að meira eða minna leyti frá blautu barnsbeini; við viljum öll, ung og gömul, geta svifið um loftið eins og fuglinn; flogið fjöllunum hærra, yfir fljót, vötn og fagra dali. Við höfum flest athugað flug fuglanna. Við, sem búum næst sjónum, höfum haft tækifæri til þess að athuga flug mávanna og annarra sjófugla; hvernig þeir svífa langar leiðir, án þess að bæra vængina. Þeir, sem hafa siglt um höfin, eða milli hafna eða landa, hafa sjálfsagt tekið eftir þvi, hvernig t. d.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.