Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 66

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 66
66 SKiXI’AXl hreyfils 4325 metra í loft upp eða á liæð við liæsta fjall liér i álfu. Þeir eiga einnig þolflugmet, sett af Kurt Schmidt dagana 3. og 4. ág'úst 1933. Hann hélt sér á lofti i rúm þrjú dægur eða 36 klst. 35 min. Þá eiga þeir langflugmetið, sett af fjórum svifflugum í senn 29. júlí 1935. Þeir hófu sig til flugs frá Was- serkuppe í Bayern og flugu til Briinn í Tékkó-Sló- vakíu, sem er 504.2 km. frá Wasserlcuppe. Þetta er tvímælalaust eitt mesta flugafrek, sem unnið hefir verið. Þessu hópflugi er oft líkt við liópflug Italanna 1933, og eru mjög skiptar skoðanir um, hvorl hóp- flugið hafi meira gildi, eða skuli talið merkara. Bússneska æskan hefir gripið svifflugið enn fast- ari tökum, og með meiri áliuga en annarstaðar eru dæmi til. Rússneska æskan er i öllum sinum frístund- um í loftinu. Við Islendingar erum einasta menningarþjóð lieims- ins, sem alls ekki hefir flug i þágu lands og þjóð- ar, þrátt fyrir óvenju lientug skilyrði, bæði til flugs með og án hrevfilafls. Ungmennafélagar! Hér á landi bíða vkkar ótal verkefni i svifflugi og flugi yfirleitt. Barnið verður að læra að ganga, áður en það getur hlaupið, og þeir, sem eru búnir að læra að sviffljúga, hafa mun meiri möguleika til annarra llugstarfa. Eitt verða allir svifflugsiðkendur að gera sér ljóst, það er að starfið krefst þolinmæði, viljafestu, sjálfs- aga og sjálfsafneitunar. Enginn verður svifflugmað- ur, nema hann hafi þessa kosti sameinaða. Svifflug er íþrótt, sú mikilfenglegasta, sem til er. Svifflug stælir likama og sál, betur en flestar aðrar íþróttir. Eftir 15—20 ár verður íslenzka æskan l)úin að taka svifflugið hinum handföstu íslenzku tökum. Þá fer bóndasonurinn ekki einungis fram í dal eða út i hlíð á reiðskjótanum, — nei, hann flýgur frá ryki og erfiði dagsins. Fyllir lungun tæru lofti og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.