Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 75

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 75
SKINFAXI 75 ar og hafl áhrif á úrslit mála. Mér fannst eg vera kominn i fullorðinna manna tölu. Starfið í íélaginu varð mér til ánægju. Við komum saman á málfundi og ræddum áhugamál olckar, iðkuðum íþróttir, dönsuðum, fórum í útreiðir og fjallgöngur. Alllaf var gleði, fjör og félagslund ríkjandi, hvort sem við deilduin um kaupstaða- og sveitalíf, fegrun málsins, ættar- nöfn eða Hallgerði langbrók og Bergþóru, eða þá að við hlup- um á skautum á spegilsléttum ísnum á tindrandi tunglskins- kvöldum, brunuðum á skiðum niður fannþaktar fjallahlíð- arnar eða gengum í blysför á flughálum ís með mannbrodda á fótúiium, klædd hvitum, borðalögðum álfafötum, með papp- irsstrók á höfði, í dynjandi rigningu. Við sungum þá meira, til þess að halda á okkur hita, og dönsuðum af ennþá meira fjöri og lengur fram á nóttina á eftir. En veðrið var ekki látið ráða ferðum, ef því var að skipta, meðan stætt var. -— Við ætluðum að „klæða landið“, girtum reit og gróðursettum tré. Á fögrum vorkvöldum, þegar jörðin angaði af votu lyngi, hlóðbergi og grængresi, unnum við í reitnum okkar og lét- um okkur dreyma um stór og limfögur, ylmandi tré, þar sem skógarþrestirnir og aðrir fuglar leituðu hælis og fylltu skóg- inn okkar með söng. Við vorum vongóð og glöð og full áhuga á að ldæða og fegra landið. Reiturinn varð að vísu aldrei að skógi, en margir snotrir smáreitir heima við bændabýlin bera vott um áhuga okkar, störf og trú á skógræktina og fegrun landsins. Áhugamál okkar voru mörg, og margvísleg, og við vorum vongóð um árangur af starfinu. Sumar af þessum vonum hafa rætzt, en aðrar ekki, eins' og gengur. Mesta þýðingu hefir félagið haft með því, að við samstarf okkar þar skapaðist félagslund; við fengum sameiginleg á- hugamál, er sköpuðu starfslöngun, verkefni og vinnugleði, heilbrigðar skemmtanir og lærðum að vinna saman að sam- eiginlegum áhugamálum. Ólafur I>. Kristjánsson: Mér er skrifað að veslan, að Bifröst litla sé nú orðin tutt- ugu ára. Þetta leiðir hugann til þeirra tíma, þegar ég var þar félagsmaður. Ég man eftir fyrstu ræðunni, sem ég hélt á æfi minni —■ á fundi i Bifröst. Ég var búinn að taka sainan í huganum 2—3 mínútna ræðu, en þegar ég var staðinn upp, gleymdi ég meg-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.