Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 76

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 76
76 SKINFAXI ininu af efninu, blóðroðnaði, stamaði fram úr mér nokkrum setningum og settist niður. Ég man, að ég átti í ritdeilu við sjálfan mig í félagsblað- inu, og skrifaði þá jafnan aðra greinina undir dulnefni. Aldrei vissi ég hvor betur hafði i þeirri deilu. Ég man þegar við höfðum leikfiminámskeið í þinghúsinu og sóttum þangað klukkutíma veg, stundum í miðlungi góðri færð. Ég man, með hve mikilli alvöru við Guðlaugur Rósinkranz tókum lilutverk okkar, þá nýlega fermdir stráklingar, þegar ábyrgðin á lífi og starfsemi félagsins var fyrirvaralaust lögð i okkar hendur, við brottför tveggja forustumanna okkar. Ég man eftir sólbjörtum stinnudegi, þegar félagar mínir, piltar og stúlkur, unnu að slætti og rakstri á engjum föður míns, sem legið hafði rúmfastur árum saman. Ég man eftir svo mörgu og mörgu frá veru minni í Bifriist. Minningarnar eru allar ijúfar, elskulegar, lilýjar. Ég er þakk- látur fyrir þær. Ég hef verið í mörgum félögum öðrum en Bifröst, sumum góðum. En ekkert þeirra hefir jafnazt á við litla ungmenna- félagið mitt, að félagslegum samhug og undirhyggjulausri og ósérdrægri starfsemi. Mér er það fyrir löngu ljóst, hve dýrmætur skóli íélagslíf- ið í Bifröst var fyrir mig og okkur öll, sem þar vorum. Við lærðum þar að hugsa sjálfstætt og vinna saman i félagsslcap, Ólafur Þ. Kristjánsson. Júlíus Rósinkranzson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.