Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 79

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 79
SKINFAXI 79 Vestfirzkur lístamaður. Kristinn Pétursson er meðal sérkennilegustu listamanna vorra. Þeir, sem þekkja hann, vita það vel, að hann fer jafn- an sinar eigin leiðir, hvernig sein allt veltur, en hirðir ekki um troðnar brautir almennings. Æfiferill hans er nokkutf sér- stakur, listabraut hans óvenju örðug, og hefir það vafalaust sett svip á verk hans, ásamt stórbrotnum og frábrugðnum persónu- leika. Kristinn er Vestfirðing- ur að ætt og uppruna, en eigi mun kyn hans rakið hér. Hann óx upp í Dýra- firði og hefir umhverfið þar, land og fólk, vafalaust mótað skapgerð hans djúpt og varanlega i æsku. Vest- firzkt landslag er stór- skorið og hreint í form- um. Og Vestfirðingar marg- ir — Dýrfirðingar ekki sízt —■ eru rólegir, fastir í lund og einbeittir, drengir góðir, kröfuharðir við sjálfa sig. Öll þessi ein- kenni lands og fólks eru skýr og áberandi í persónu og list Kristins Péturssonar. Meðan Iíristinn dvaldi ungur heima i átthögum sinum, var hann félagsmaður i U.M.F. Mýrahrepps i Dýrafirði. Það hefir jafnan verið þróttmikið féiag, mannmargt og starfsamt, enda hafa þar verið mikilhæfir foringjar, Björn Guðmundsson á Núpi, Jóhannes Davíðsson i Hjarðardal o. fl. Má ætla, að fram- gjarn maður og áhugasamur, eins og K. P., hafi hlotið góða mótun í sliku félagi. Minnist hann og veru sinnar þar með hlýleik og ánægju. Kristinn stundaði nám í ungmennaskólanum að Núpi, en siðar i Kennaraskólanum og lauk þar burtfararprófi. Eigi tók hann þó kennarastarf, en vann um hríð hjá Löggildingar-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.