Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 85

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 85
SKINFAXl 85 buguð og má heldur ekki verða yíirbuguð. En tilraunir til að yfirbuga hana geta leitt til þess, að hún glali sínum bezta vilja til að skilja kynslóðina á undan. Nýlega hefir vakizt upp hörmulegt mál í skólum landsins. Pólitiskir leiðtogar eldri kynslóðarinnar hafa reynt að safna nemöndum skólanna undir sitt merki, með þvi yfirskyni, að þeir væru að skipuleggja æskuna til varnar lýðræðinu i land- inu og til að verja þjóðskipulagið. Þetta hefir svo verið köll- uð „Vökumannahreyfing". Sumstaðar hefir verið reynt að knýja alla nemendur skólanna inn i þessa „hreyfingu", með yfirlýsingum um það, að þeir, sem ekki séu með ráðandi þjóð- skipulagi og fylgjandi lýðræðinu í landinu, eigi að réttu lagi að vera réttlausir i s'kólum landsins. Og til er það, að nein- endur skóla hafi verið látnir skrifa undir yfirlýsingu um, að þeir væru fylgjandi lýðræðinu, og voru þeir áður látnir skilja, að mikið lægi við, að þessi yfirlýsing væri af þeim gefin. Með þessu hefir á tvennan hátt verið vegið gegn þvi bezta, sem hin eldri kynslóð hefir að gefa: sjálfu lýðræðinu. Fyrst með því, að rjúfa þá friðhelgi, sem skólarnir hafa haft fyrir pólitískri baráttu. Ef pólitískur félagsskapur (að vísu grímu- búinn) eins og „Vökumannahreyfingin" er ekki aðeins leyfð- ur, heldur líka talinn æskilegur, af kennurum skólanna og forráðamönnum þeirra, er ekki með neinum lýðræðislegum rétti liægt að banna annan pólitískan félagsskap i skólunum, og vitanlega kemur þá hver stjórnmálaflokkur þar upp sínum flokkssamtökum. í öðru lagi með því, að vilja beita skoðana- kúgun við nemendur. Það er ekki aðeins brot á þeim grund- vallarlögum, sem allt lýðræði byggist á, að menn, ungir sem gamlir, hafi skoðanafrelsi, heldur er það eins' og um yfirlagða tilraun væri að ræða til þess að svipta ungu kynslóðina vilj- anum til að skilja eldri kynslóðina með samúð og bróðurhug. Eldri kynslóðin hefir að vísu gert svo alvarlega tilraun til að bera klæði á vopnin i þessu efni, að vonandi ]iarf ékki lengur að óttast naktar eggjarnar. En tilræðið getur ekki gleymzt, og þvi er það yngri kynslóðarinnar, að kunna að taka því. Og til þess eru þessar línur ritaðar, að benda á það, að þannig verður því tekið með mestum yfirburðum, að láta sem elckert hafi gerzt. Þeir, sem að því stóðu, hafa sína miklu af- sökun: Þeir vissu ekki, hvað þeir voru að gera. Þeir hafa og fengið sína ráðningu, þvi að þeir hafa gert sjálfum sér mest- an skaða. Unga kynslóðin má og vita það, að þeir eru í þessu máli ekki fulltrúar lýðræðisins, heldur andstæðingar þess, hvort sem þeir vita það sjálfir eða vita það ekki. Unga kyn- slóðin þarf heldur ekkert að óttas't um frelsi sitt fyrir eldri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.