Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 89

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 89
SKINFAXI 89 7. Ný kennslutækni: Útvarp, kvikmyndir, grammófónar. 8. Unglingasálarfræðin í þjónustu æskulýðsuppeldis: Markmið, takmarkanir, aðferðir. — Sérfræðikennsla. — Borgaralegt uppeldi æskulýðsins. — Menntaskólar og háskólar fyrir verkamenn og bændur. — Æðri alþýðuskólar. — Gistihæli unglinga og iþróttalíf almennings. — Alþýðubókasöfn. Við þessa vísindalegu, viðfeðmu og lifandi fræðslu bætasl heimsóknir i sérkennlega skóla, skólasýningar og kvikmynda- sýningar. Þá gefast mönnum einnig tækifæri til að mæta á öðrum visindalegum þingum, er lialdin verða á sama tima. Aðgöngukort, sem verðlagt verður síðar, veitir rétt: 1. til mikils afsláttar á fargjöldum með öllum járnbrautum, með- an á sýningunni stendur. 2. Til ókeypis aðgangs að sýn- ingunni. 3. Til afsláttar á húsaleigu. 4. Til rita þeirra, sem gefin verða út á þinginu. Vér gefum fúslega allar upplýsingar. Umsóknir má senda til framkvæmdanefndar þingsins, sem skipuð er af Kennara- sambandinu. Forseti: André Delmas, ritari: Louis Dumas, framkvæmdarstjóri: Georges Lapierre. Móðurmálið. Hljóðvillur. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að allmargt fólk á landi hér þekkir ekki greinarmun á hljóðunum e—i og ö—u, og ruglar þeim því saman og villist á þeim, bæði í ræðu og riti. Af þessu stafa hin herfilegustu mállýti, sem hverjum góð- um manni og gæddum sæmilegum smekk, hljóta að vera til ama og andstyggðar. Oftast er talið, að málspjöll þessi séu einkum á vissum út- kjálkum landsins og ekki tiltakanlega útbreidd, en um það hafa engar fræðilegar skýrslur legið fyrir til skamms tíma. Og enn er útbreiðsla hljóðvillanna lítt rannsökuð. Einu fræðilegu tölurnar, sem til eru, um tíðni þeirra um allt land, eru reistar á rannsókn, sem ritstj. Skinfaxa gerði á prófrit- gerðum fullnaðarprófsbarna vorið 1934 á vegum fræðslumála- stjórnar. En sú rannsókn leiddi i ljós þau alvarlegu sannindi, að af þessum árgangi barna var hartnær fjórði partur, eða 22,6%, hljóðvilltur. Og hljóðvillurnar eiga itök i öllum sýsl- um landsins, þó að mjög séu þau misjöfn. Skínfaxi birtir hér kort, er sýnir útbreiðslu og tiðni hljóð-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.