Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 95

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 95
SKINFAXI 95 hið lága gjald sitt, og beinir gjaldkeri þeirri ósk til stjórna allra sambandsfélaganna, að þau geri nú þegar upp viðskipti sín við U.M.F.Í. og semji um skuldina, ef þau treysta sér ekki til að greiða allt upp. — Allar peningasendingar til U.M.F.Í. á að senda til gjaldkerans. Skattur 1937 á að vera greiddur fyrir lok febrúarmánaðar. Vídalínsklaustur í Görðum. Jens Bjarnason bókari í Reykjavik hefir komið fram með merkilega hugmynd um menningarstofnun að Görðum á Álfta- nesi, til minningar um meistara Jón Yídalín. Telur hann þjóð- inni skyit að minnast þessa mesta prédikara síns, eins og hún minnist Hallgríms með kirkju i Saurbæ og Matthíasar með bókhlöðu á Akureyri. Jens Bjarnason hefir gefið út bækling um hugmynd sína. Hefir hann afhent sambandsstjórn U.M.F.Í. að gjöf eintak af bæklingnum handa hverju sambandsfélagi. Yar bæklingurinn sendur félögunum um áramótin. Telur Skinfaxi sjálfsagl, að félögin taki hugmyndina um Vídalinsklaustur lil umræðu og athugunar. Slysavarnir. Um sama leyti færði annar ágætur maður sambandsstjórn bókagjöf til sambandsfélaganna, eitt eintak handa hverju þeirra. Það er Jón Oddgeir Jónsson skátaforingi, er gaf fræðibók, er hann hefir samið og nefnist „F'orðizt slysin". Bók þessi var send félögunum, ásamt hinni, og ætti að geta orðið þeim lil mikilla gagnsmuna. Bréfaskipti. ívar Björnsson (17 ára), Steðja i Reykholtsdalshreppi í Borgarfjarðarsýslu vill skrifast á við ungmennafélaga í öðr- um héröðuin. Bækur. Fyrir fjórum árum gaf Sigurður Helgason, skólastjóri á Klébergi, út smásagnasafn, er nefndist Svipir, Snoturt byrj- andarit. Nú hefir hann sent frá sér skáldsögu, Ber er hver að baki. Segir hún frá fátækum hjónum, Einari dulu og Önnu konu hans, sem flytja með börn sín á afskekkta eyði- jörð, og frá basli þeirra lmr, veikindum og dauða konunn- ar og viðureign bónda-„dulunnar“ við harðskeytta sveitar- höfðingja. Persónur sögunnar eru smáar og tilkomulitlar, en

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.