Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 59
notaður fjöldi tegunda á stöð. Þessi mæli- kvarði er auðskilinn og mikið notaður (Gaston 1996). ■ LÍFRÍKI Á KLAPPARBOTNl í Straumsvík er víðast klapparbotn nærri landi en um miðbik víkurinnar er flatur sandbotn. Ymist var botninn sorfinn hraun- botn eða myndaður af stórum hnullungum. Sandblettir voru algengir er neðar dró. Á klöppum og hnullungum var lágvaxinn þara- skógur með stórþara (Laminaria hyper- boreá) en skógurinn var oft blettóttur. Alls fundusl 55 tegundir þörunga við söfnun á klapparbotni í Straumsvík. Þar af sáust 26 tegundir þörunga á ljósmyndum. Af dýrum sáust 28 tegundir á ljósmyndum. Þegar litið var til fjölda þörunga og dýra- tegunda sem sáust á ljósinyndum kom í ljós að fjöldi á grynnstu stöð (3 m dýpi) var svipaður við kerbrotagryfjuna og fjær (1. tafla). Aðeins á 6 m dýpi var fjöldi tegunda óvenjulítill við kerbrotagryfjuna, en fjöldi tegunda á 9 m dýpi var breytilegur. Þegar litið var til heildarþekju þörunga var ekki að sjá marktækar breytingar með aukinni fjarlægð frá kerbrotagryfjunni. Kalkþörungaskán (Corallinacea) og rauð- þörungurinn Cruoria arctica voru áberandi á klapparbotni í Straumsvík og mynduðu skán á botni. Báðar höfðu að meðaltali >10% þekju. Aðeins Cruoria arctica sýndi marktæka breytingu á þekju nteð aukinni fjarlægð frá kerbrota- gryfjunni. Þekja hennar minnkaði marktækt (Spear- man Rank fylgnistuðull, r = -0,565, 0,01<P<0,05) með aukinni fjarlægð frá kerbrotagryfjunni. Aðrir þörungar sýndu aðeins breytingar á þéttleika með auknu dýpi, t.d. lóþveng- ur (Chorcla tomentosa), en þekja þeirrar tegundar minnkaði með dýpi (r = - 0,575; 0,01<P<0,05), eða þá að marktækt samband var á milli þekju einstakra þörungategunda. Olnbogaskel (Acmaea testudinalis) var mest áberandi meðal dýra á klapparbotni í Straumsvík, þegar litið var til stærri hreyfan- legri dýra sem sáust á ljósmyndum. Stór- krossi (Asterias rubens) var næstalgeng- asta tegundin, en ígulkerið skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) sú þriðja algengasta. Hveldýr (Hydrozoa) voru hinsvegar mest áberandi meðal fastvaxinna dýra, en aða (Modiolus modiolus) var einnig nokkuð áberandi. Á stöku stað voru stórvaxnir hrúðurkarlar (Balanus balanus) og svampar (Halichondria sp.) áberandi. Ekki reyndust marktækar breytingar í fjölda eða þekju með aukinni fjarlægð frá kerbrotagryfjunni. ■ LÍFRÍKI þÖNGULHAUSANNA Þöngulhausar í Straumsvík reyndust hafa að geyma nokkuð fjölbreytilegt lífríki. Alls fundust 136 tegundir eða hópar dýra í 46 þöngulhausum sem kannaðir voru. Bursta- ormar (Polychaeta) voru tegundaauðugastir en af þeim fundust alls 53 tegundir eða hópar. Lindýr (Mollusca) voru næst- tegundaríkasti hópurinn; alls fundust 29 tegundir lindýra í þöngulhausum í Straums- vík. Fjöldi tegunda í einstökum þöngul- hausum var nokkuð breytilegur og réðst fjöldinn af stærð þöngulhaussins. 1 Straums- vík voru 22-68 tegundir í hverjunt haus. 1. tafla. Fjöldi tegunda þörunga og dýra sem greind voru af Ijósmyndum á hverri stöð. - Number ofspecies ofanimals and algae identified from photographs of each station. Fjarlægð frá kerbrotagryfju (m) - Distance (m) from dumping pit Dýpi (m) - Depth (m) 0 100 300 400 u.þ.b. 400* 3 13 13 13 11 14 6 5 8 8 11 13 9 7 15 - 8 15 *Snið á enda hafnargarð. - Transect on the distal end of the quay. 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.