Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 17

Andvari - 01.10.1960, Síða 17
ANDVARI JÓN ÞQRKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 207 Jón Þorkelsson var um meira en áralug — til ársins 1911, er Hannes Þor- steinsson var ráðinn aðstoðarskjalavörður — eini starfsmaður landsskjalasafnsins. Sagði og Finnur Jónsson, sem var þó enginn vinur Jóns, síðar í grein um hann í „Salmonsens Leksikon“, að hann hefði „skapað skjalasafnið, ef svo mætti segja“; var það ekkert olmælt. En mörgu varð hann að sinna, rneðan hann var einn við safnið; og margt varð, sem vonlegt var, að bíða betri tíma, — einkurn (ill nákvæm röðun og skrásetning á skjölum þess, enda engum einum manni ætlandi, hversu mikil hamhleypa til vinnu, sem hann var, að ljúka slíku verki á heilli ævi, hvað þá heldur á fáum árum. En einmitt vegna þess gat „Skrá um skjöl og bækur í landsskjalasafninu í Reykjavík", sem Jón Þorkelsson gaf út í þremur bindum á árunum 1903—1910, ekki orðið nema bráðabirgðaverk, þótt lengi væri hún helzta hjálpargagn við notkun skjalasafnsins og sé það sum- part enn. Fylgdu þeirri skrá fróðlegir formálar Jóns um hin fornu embættis- skjalasöfn, sem þá áttu að heita komin í landsskjalasafnið, og meinleg örlög þeirra fyrr á öldum af völdum raka, eldsvoða, hirðuleysislegra lána úr landi og hverskonar handvammar. Stóð sú raunasaga Jóni Þorkelssyni jafnan ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum, enda fátt, sem var honurn eins hugleikið við skjalasafnið og að forða þangað þeim fornum skjölum, sem enn kynnu að finnast í landinu. Fáurn hafði fram að þessum tírna dottið í liug, að hægt væri að endur- heimta nokkuð af þeim skjölum eða handritum, sem flutt voru úr landi á 17. og 18. öld; var það þó vel kunnugt fræðimönnum, að margt af því, sem Árni Magnússon hafði með sér héðan til Kaupmannahafnar, var ekki einu sinni hans eign, heldur fengið að láni úr hinurn fornu embættisskjalasöfnum. En er Jón Þorkelsson hafði bent á hundruð fornbréfa, — í formála fyrir öðru bindi „Skrár um skjöl og bækur í landsskjalasafninu í Reykjavík“ árið 1905, — sem á þennan hátt hefðu gengið undan skjalasöfnum biskupa á Hólum og amt- majma á Bessastöðum, komst í fyrsta sinn noldcur skriður á þetta mál. Sumarið 1907 skoraði alþingi á stjórnarvöld landsins að krefjast skila á þeim skjölum Arnasafns, sem þannig væru til komin, og skrifaði Jón Þorkelsson þá, að fyrir- lagi stjórnarráðsins, ítarlega „Skýrslu um skjöl og handrit í safni Áma Magnús- sonar, sem komin eru úr opinberum skjalasöfnum á íslandi“; var hún birt í Reykjavík árið 1908. Var þetta stórvel rökstutt kröfuskjal um hvorki meira >ié minna en hátt á sjöunda hundrað fomhréfa, auk allmargra skjalabóka, sem geymd voru í Árnasafni. Fengu íslenzk stjórnarvöld að vísu engu um þetta mál þokað í það sinn; og ekki lifði Jón Þorkelsson það, að sjá nein skil á þeim skjölum. En er samið var um skjalaskipti íslands og Danmerkur árið 1927, skiluðu Danir Eókstaflega öllum þeim fornbréfum, sem farið var fram á í skýrslu hans árið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.