Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 21

Andvari - 01.10.1960, Síða 21
ANDVAHI JÓN l>ORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 211 saman, enda orðinn félaginu þungur baggi fjárhagslega, en byrjað í staðinn að gefa út þrjú stórmerk heimildarrit um sögu og bókmenntir þjóðarinnar á síðari öldum: „Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar", árið 1919, „Annála 1400—1800“, árið 1922, og „Kvæðasafn eftir íslenzka menn frá miðöldum og síðari öldum“, sama ár. Tók Jón Þorkelsson sjálfur að sér útgáfu Bréfabókar- innar og Kvæðasafnsins, þótt kominn væri á sjötugsaldur; varð þá að vísu nokkurt hlé á útgáfu Fornbréfasafnsins, vegna örðugleika, sem á því voru, að fá handrit til þess frá Kaupmannahöfn á árum heimsstyrjaldarinnar 1914— 1918 og fyrst eftir bana, svo að ekki varð sagt, að Bréfabókin legði honum, í bili að minnsta kosti, neinar nýjar byrðar á herðar; en Kvæðasafnið hinsvegar gamalt bugðarmál lians, sem hann hefur vænzt, að myndi ganga skafið, með kunnugleik hans á íslenzkum miðaldakveðskap. En nú voru árin, sem eftir voru, orðin fá; og afkastagetan og glöggskyggnin kannski ekki eins mikil og áður. Flonum entist ekki aldur til að gefa út nema nokkurn hluta Bréfabókar- innar og tvö allstór hefti Kvæðasafnsins. Féll það löngu síðar í hlut Páls Eggerts Olasonar að ljúka „Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar", en við útgáfu Kvæðasafnsins var alveg hætt, eftir að Sigurður Nordal hafði fyllt eitt bindi þess fyrir Bókmenntafélagið. Sætti og útgáfa Jóns Þorkelssonar á því allharðri og raunar rökstuddri gagnrýni hinna yngri fræðimanna, einkum Jóns Helga- sonar, nú prófessors, sem síðar gaf sjálfur út „íslenzk miðaldakvæði" í Kaup- mannahöfn, og gerði það af miklum lærdómi og myndarskap. Það var á þessum síðustu æviárum Jóns Þorkelssonar, að þáverandi stjórnar- völdum landsins hugkvæmdist að bæta fjárhag þess með því að leggja niður embætti hans við þjóðskjalasafnið og gera það — skjalasafnið — að einskonar deild í annari óskyldri stofnun, landsbókasafni. Lét stjórnin flytja frumvarp til laga um þetta á alþingi árið 1919, það ár, sem Jón Þorkelsson varð sexfugur. Það frumvarp var að vísu fellt í það sinn; og þótt það væri flutt á ný, nokkuð breytt, árið 1923, síðasta árið, sem hann lifði, og gert að lögum árið eftir, að bonum látnum, varð það, því betur, aldrei nema dauður bókstafur, enda löngu síðar aftur úr lögum numið. En Jóni sárnaði það, segir Hannes Þorsteinsson, sem þá var aðstoðarmaður hans við skjalasafnið og mátti því vel um þetta vita, „að sjá starf sitt svo lítils metið af stjórn þessa lands", og „féll það þungt", er hann l’rétti í banalegunni, að frumvarpið væri enn á ferð. Bar hann þessa skapraun að vísu frá byrjun í hljóði; en í álitsgerð um frumvarpið benti bann alþingi, strax árið 1919, hógværlega á það, að skjalasafn og bókasafn væri sitt hvað; og „þó að mér hafi“, sagði hann, „á árabilinu 1899—1910, eftir hér um bil ellefu ára starf, tekizt að mestu að safna saman í eina heild öllum skjala- söfnum vorum og koma öllu skjalasafninu í það lag, að það sé nothæft . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.