Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 24

Andvari - 01.10.1960, Page 24
214 STEFÁN PJETURSSON ANDVARl Þótt eigum við úr eldri tíð margt efni í smíði ný, hef ég þó aldrei tíma til að telgja neitt úr því. Og áður en varir ævin þver, — og allt er „fyrir bí“. Það krefur tóm, þaÖ krefur þrek að koma þar nokkru í tó. Hver tæmir allt það timburrek af tímans Stórasjó, öxartálgu-spýtur, sprek og spónu? — Til er nóg. Mér stendur og fyrir orðasnilld og eykur smíðar grand, að ég hef morrað mest við það að marka og draga á land, og koma því undan kólgu, svo það kefði ekki allt í sand. Þó ætti eg að vinna úr einu því, sem undan flóði eg dró, ég þyrfti aðra ævi til, og yrði þó ei nóg. Ég er seinn að saga það, og sögin er heldur sljó. Jón Þorkelsson fór nærri um það í þessu hugþekka játningakvæÖi, " kannski síðasta kvæðinu, sem hann orkti, — að liðið væri á dag lífs hans. Hann andaÖist í Reykjavík hinn 10. fehrúar 1924, aðeins tveimur mánuðum eftir að „Vísnakver Fornólfs“ kom út. En þá vissu höfðu þeir mánuðir að minnsta kosti fært honum, að kvæði sín hefði hann ekki til einskis orkt, þótt ekki lifði ltann það að sjá þau spámannlegu orð Árna Pálssonar í Skírni síðar á árinu, að líklega myndi hann „lifa lengst í endurminningu almennings vegna þeirra • Ber öllum heimildum saman um það, að viðtökurnar, sem „Vísnakver Fornólfs fékk, hafi verið honum mikil hugsvölun síðustu vikurnar, sem hann lifði, og sætt hann við margan misskilning, sem hann hafði áður mætt. Jón Þorkelsson er og verður fyrir margra hluta sakir minnisstæður inaður.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.