Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 32

Andvari - 01.10.1960, Page 32
222 APOSTOLOS DASCALAKIS ANDVARI merkja blátt áfram Slafar. Hins vegar cru þeir hreinræktuðu NorSurlanda- menn, sem nú komu til Býzanz sem mála- liSar í her keisarans, kallaSir „Varaghoi" í býzönzkum söguritum frá þessum tíma. ÞaS eru þcir „Veregues", sem vestrænir sagnaritarar svo nefna, „Væringjar" í norrænum heimildum. Margar kenningar hafa veriS uppi um uppruna orSsins Varaggoi eSa Væringjar, og er ekki ástæSa til aS rekja allar þær umræSur hér. Nóg er aS geta þess, að alltaf þegar Býzanzbúar nota nafniS Varaggoi, eiga þeir áreiSanlega viS nor- ræna menn, sem gegndu herþjónustu í Býzanz. Lýsingarnar á þessum mönnum eru slíkar, ah engum blöSum er um aS fletta, enda höfSu Irorgarbúar þá daglega fyrir augum, mættu þeim á götum og hvar sem var. Fornir sagnaritarar dást aS vexti þeirra og hæS, síSu ljósu hári og skærum bláum augum. Allt eru þetta einkenni, sem voru mjög fátíS meSal Grikkja og annarra þjóSa í heimari austur- löndum, en aS því skapi algeng meSal NorSurlandabúa. Býzanzki sagnaritarinn Leon djákni talar meS aSdáun um einn þeirra, sem hann kallar „risavaxinn mann“, annan kveSur hann hafa stært sig af hermannlegu útliti sínu, og hinn þriSja segir hann hafa veriS „mjög karl- mannlegan á allan vöxt“. Sami höfundur segir, aS þeir hafi allir veriS rauShærSir og bláeygir. Allir þessir menn báru „fót- síSa skildi og hringabrynjur". Þeir báru axir og gerSu áhlaup í þéttum órjúfan- legum fylkingum. Á undanhaldi hengdu þeir skildi sína yfir um öxlina sér til varnar aftan frá. Allt minnir þetta okkur á hina fornu sæfara og ófriSarmenn úr norSri, víkingana, bræSur þeirra. ÞaS er ekki ósennilegt, aS margir Væringja hafi tekiS þátt í víkingaferSum áSur en þeir gerSust málaliSar MiklagarSskeisara, og sumir þeirra kunna aS hafa fariS alla leiS til Islands. Býzanzkir sagnaritarar fóru ekki villir vegar um þjóSerni Væringja. Anna Komnini, sem í senn var prinsessa og rit- höfundur, telur aS þeir liafi komiS frá eynni Thule, en Thule var hið óþekkta, dularftdla land í norðri, sem sagt var að gríski landkönnuSurinn Pytheas frá Marseille, hefði fundið. Margir grískir höfundar, þar á rneðal Strabo, tala um þetta land. Vitum við svo vel, hvert Pytheas fór, að við getum notað þá heim- ild til þess að ákveða, hvaðan Varaggoi grískra heimilda komu? Áður fyrri héldu danskir fræðimenn því fram, að Thule væri á norðvestanverðu Jótlandi, þar sem heitir Thy eða Thyland. En hið rétta er í rauninni, að Thule rnerkir öll hin fjarlægu Norðurlönd, Skandínavíuskag- ann, Scandia. Þannig nota býzanzkir sagnaritarar þetta nafn, þó að þeir vissu reyndar lítið sem ekkert um löndin. En bezta staðfestingin á skoðun Býzanzbúa um uppruna Væringjanna er í riti óþekkts höfundar frá 11. öld. Hann var hátt- settur maður í hernum, var gagnkunn- ugur ýmsum málum, og rit hans var viðurkennt af yfirvöldunum. Svo sem síðar verður frá sagt, var hann vel kunn- ugur konungssyninum, hinum fræga Haraldi, og nefnir hann „son konungsins í Varaggia" . . . Hér er enginn vafi a að átt er við Skandinavíu, og þó einkum Noreg. Haraldur gegndi herþjónustu í Býzanz og varð síðar konungur í Noregi- I þjónustu keisarans urðu Væringjar einhver sterkasta herdeildin í öllu keis- aradæminu. Þeir voru sá hluti hersins, sem alltaf var baráttufús og tilbúinn til erfiðra hernaðaraðgerSa, og þeir voru sendir gegn óvinum ríkisins, hvar í heimi sem þá var að finna. Grískar heimildir eru mjög fullkomnar og margfróðar um

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.