Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 38
228
VÆRlNGJAll
ANDVARl
manna á þessum tíma. Tungan, sem þessir
menn töluðu, var hin norræna tunga
víkinganna.
Það er athyglisvert, að flutningar nor-
rænna manna í Væringjasveitirnar í
Miklagarði og einkum þó í lífvörð keis-
ara héldu áfram öldum saman, þrátt fyrir
dapurlegan hag býzanzka keisaraveldis-
ins. Alltaf voru þeir keisaranum gagn-
hollir, börðust við óvini hans og vernd-
uðu grísku þjóðina bæði gegn aðvífandi
óvinum og innlendum óeirðarmönnum.
I öllum þessum mannraunum sýna þeir
framúrskarandi ósérplægni. Erlendir
málaliðar í Miklagarði gerðu oft upp-
reisn og ollu ringulreið eða tóku sér
jafnvel iand til þess að stofna ný riki.
Ekkert slíkt heyrist um Væringja, býz-
anzkar heimildir nefna alls enga upp-
reisn, sem orðið hafi af þeirra völdum.
Zonaras skýrir jafnvcl svo frá, að þeim
hafi verið sýndur svo mikill trúnaður, að
þeir hafi verið látnir hafast við innan
keisarahallarinnar hinar síðustu aldir, en
keisaralegur sagnaritari Jón Katakouzines
skrifar, að þeim hafi verið trúað fyrir
lyklunum að borgum þeim, sem keisar-
inn var í hverju sinni.
Þegar frankverskir krossfarar réðust á
Konstantínópel, er sagt að Væringjar hafi
barizt hraustlega við hlið Grikkja. Þá
hálfa öld, sem Frankar réðu yfir Kon-
stantínópel, verður Væringja ekki vart í
borginni, og hafa þeir þá annaðhvort
farið heim til sín eða leitað hælis í smá-
ríkjunum í Nicala og Trapezus, sem þá
voru stofnuð. Og þegar Kostantínópel
losnar aftur, korna þeir aftur til þjónustu
við keisarann eins og fyrr hafði verið. Og
það er ekki fyrr en mjög er fariÖ að halla
undan fæti fyrir keisaraveldinu, að Vær-
ingjasveitin fer að dragast saman, unz
hún að lokum hverfur. Svæsnar styrjaldir
í Vestur-Evrópu koma í veg fyrir mikil
ferðalög. Sjálft býzanzka keisaraveldið cr
svo að fram komiö, að það hefur ekki
efni á að halda málaliðssveitir og ásókn
Tyrkja hneppir það loks innan múra
sjálfrar borgarinnar Konstantínópel.
Tímabil víkinganna í landi mínu stóð
þannig um fjögurra alda skeið, unz það
loks tók enda. í Grikklandi fóru vík-
ingar ekki með ránum og tortímingu eins
og annars staðar í Evrópu. Þeir voru
hollir og tryggir vinir og notuðu vopn-
fimi sína grísku þjóðinni í hag. Þeir
börðust linnulaust gegn óvinum trúar
vorrar og fjendum ríkis vors. Þeir gátu
sér orð og eftirmæli sem verndarar og
fulltingismenn grísku þjóðarinnar á mið-
öldum. Og þessi minning tengir oss í dag
vináttuböndum við norrænar þjóðir, og
ekki sízt yður íslendinga, sem mestan
þátt hafið átt í að varÖveita sögu hinna
fornu víkinga.
Krislján Eldjárn þýddi