Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 45

Andvari - 01.10.1960, Page 45
ANDVARI JÓMFRÚFÆÐINGIN 235 Hve myndir og skuggar miklast í þínu veldi. — Ég man þig um dægur, er skín ei af ári né kveldi. þá lyftirðu þungurn og móðum bylgjubarmi og bikar þrns volduga myrkurs þú drekkur á höfin. Augu þín lykjast undir helsvörtum hvarmi, en hart þú bindur að ströndunum lökfölu tröfin. — Þá er eins og líði af landinu svipir af harmi. Þeir leita í þínum val undir marareldi, — og mæðuandlit svefnþung á svæfli og armi sjá þá, er varstu bæði lífið og gröfin. Þjónninn kom til að skipta um flösku. — Slökkvið þetta bannsett Ijós! sagði Balthazar. — En — herrarnir ætla sér þó ekki að sitja í myrkri? — Kvæði Einars nýtur sín betur í myrkri! sagði læknirinn. Ljósið var slökkt, en fyrst voru glösin fyllt, og hinn langi seiðþrungni lof- söngur dró sína löngu nót gegnum myrkrið, borinn af heitri röddu skáldsins, kyrri og líkt og bljúgri, unz hann loks í lokaerindinu lyftist á breiðum vængjum og heilsar deginum. — Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta, með kufung og skel frá þínu banvæna fangi, ég teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi, stirnandi, klökka djúp, sem átt ekkert hjarta. — Missýnir, skuggar, mókandi ey og drangi, myndaskipti þín öll, þau skulu mér fylgja, þó kalt sé þitt brjóst, þar sem blikar geislanna sylgja, þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu, allt það, sem hjúpur þíns hafborðs gjörir að einu, Imígur að minni sál eins og ógrynnis-bylgja. Menn tæmdu glösin þegjandi. Það leið góð stund. — Nú er röðin komin að þér, Björn! sagði skáldið. Allir verða að gera sitt til að sigrast á þessari ólátanóttu. — Eg? svaraði læknirinn rámur. Ég bef hvorki rödd né anda. Ég kann ekkert nema spretta upp maganum á mönnum og sauma hann sarnan aftur. Nei — en getum við ekki fengið fjörugan brag? Færeyingurinn lætur okkur eflaust heyra kvæði? — Það er ekki bægt að kveða nema dansa með! heyrðist sagt í myrkrinu mcð stirðri rödd skógarouðsins. o o

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.