Andvari - 01.10.1960, Síða 50
240
WJLLIAM IILINESHN
ANDVAIU
Matsveinninn settist á stólkoll. Hann íékk sér nýjan teyg úr flöskunni
og dró sálmabókina upp aftur. Hann hafði brún augu með rauða bvarma; þau
voru eins á litinn og dökkt slímkennt öliÖ.
— En úr því ég hef ykkur nú báða hér, sagði hann og blaðaði í sálma-
bókinni, þá gæturn við sosum sungið eitt vers, bara eitt lítið vers, ekki satt,
úr henni þessari: Heims um ból, helg eru jól!
Hann leit biðjandi á drengina: — Ja, það er sosum ekki mín vegna —
ég er nú þegar búinn að syngja þetta niðri í klefa mínum. Það er ykkar
sjálfra vegna. Svona nú! Hann fór að syngja drafandi röddu. Drengirnir horfðu
flóttalega á bann.
— Hvað þá? sagði matsveinninn og hætti að syngja. Kunnið þið ekki
lagið? Eruð þið heiðingjar, cða bvað? Mér er spurn! Svona nú andsk...............
— fyrirgefið. Klukkan slær, kvöldið er nær! Svo aumur rælill er ekki lil a
jarðríki að bann kunni ekki þetta vers, eða hvað? Nei, nú er mér nóg boðið!
Hann skellti bókinni aftur og kveikti sér í sígarettu.
— Eins og þið viljið, sagði hann. Ég er búinn að vara ykkur við!
Hann bætti enn á sig öli, tók nokkra langa reyki úr sígarettunni og bcindi
sætbeisku brosi að drengjunum. Það fóru kippir um bleikar og feitar kinnar
hans. Hann kipraði augun og sagði með sígarettuna veltandi milli þykkra vara:
— Það er ekki af því ég vilji ■prédika, því að slíkt er ekki minn vandi,
en svona gemlingar eins og þið tveir ættu nú samt að reyna að hugsa svolítið
um eilífðarmálin. Lífið er stutt og andstyggilegt. Það er engin lygi, að það er
eymdadalur. Já — til hvers andskotans erum við allir til? Segið þið mér það!
Til að éta og drekka? Til að hórast með skitnum kvensniftum? Til að drepa
og éta holdlega meðbræður okkar, dýrin, sem að ýmsu leyti eru miklu betri
og ærlegri en við sjállir?
Matsveinninn tæmdi flöskuna og talaði sig heitan, það komu rauðir flekkir
i kinnar hans. Hann kramdi sígarettustúfinn undir skóhæl sínum og sparkaði
honum síðan í ruslafötu.
— Já! sagði hann, þvi hvaða munur er á syndumspilltum mannrætli og
svíni? Ég bara spyr! Elvaða munur er á kvenmanni og gyhu? Báðar jafnsoltnar
og lostugar, sama flesk og huppar og spenar og blóð og gall og hland. Syndin,
drengir, syndin, það er hún sem tröllríður öllu sköpunarverkinu!
Matsveinninn var nú með tárin í augunum. Idann hélt áfram og varð
skakkur í andliti af geðshræringu: — Já, nú skulið þið ekki halda, að ég írnyndi
mér að ég sé nein undantekning. En ég reyni þó að ástunda iðrun til þess að
fara ekki alla leið til helvítis. Og ef þið gerið það ekki líka — heyrðu nú Róbert,
hvert ertu að fara?