Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 55

Andvari - 01.10.1960, Síða 55
RAGNAR JÖHANNESSON: í FYLGD MEÐ AUDEN Kynni okkar Audens skálds urðu ekki löng, aðeins fáar vikur. Samt finnst mér, þegar ég er beðinn um að rifja þau kynni upp fyrir lesendum A.ndvara, sem þau séu mér harla minnsstæð, og mynd mannsins sjálfs skýrar mörkuð í hug- skotið en margra annarra, sem ég hefi haft lengri kynni af. Eins finnst mér sem ég hafi kynnzt honum beiur en jafnvel flestum öðrurn á svo skömmum tíma, og stafar það efalaust mest af þvi, að Auden var maður opinskár og ódeigur að segja hug sinn allan og allra manna ræðnastur. Mig furðar á því nú, hve vel hann undi því að spjalla við mig, fáfróðan, íslenzkan stúdent, um alla heima og geima. Við röbbuðum saman alla daga og stundum fram á nætur. Var það ekki eingöngu, að bann reyndi að veiða upp úr mér allt það, sem ég vissi um land og þjóð, bók- mcnntir, forna siði og menningarháttu, heldur töluðum við um margt, sem ekki kom Islandi við, um menningu annarra landa, nýjungar í bókmenntum o. fl. Var hann óspar á að miðla af mikilli þekk- ingu sinni í þcssum efnum. Auðvitað hafði hann, dögum saman, ekki við annan að tala en mig; aldursmunur okkar var ekki eins mikill og mér virtist þá — hann var aðeins 6—7 árum eldri. Auk þess var honum vel lagið að umgangast ungt fólk, hafði verið skólastjóri í heima- vistarskóla fyrir pilta og kvað sér hafa fallið það starf vel. Á ferðalagi okkar sóttist hann engu síður eftir félagsskap barna og unglinga en fullorðinna. Auden sýndi mér ýmislegt af því, sem hann var að yrkja. Man ég sérstaklega eftir einu kvæði, sem hann orti að morgni dags og var furðu skamman tíma að því. Ekki hafði hann neitt með sér af bókum sínum, nema nýtt leikrit, ,.The Summit“, (birtist undir nafninu „The Ascent of F 6“, 1936); las ég það í próförk og þótti það harla nýstárlegt. Mér skildist á Auden, að sjónleik þennan ætti að sýna í New York þá um haustið, og þangað ætlaði hann. Þar bjóst hann líka við að bitta konu sína, Eriku Mann (dóttur Thomasar Mann, Nóbclsverðlaunaböf- undarins þýzka. Ilöfðu þau hjón þá ekki sézt í ein tvö ár, að mig minnir). Auden var mikill ferðalangur um þessar mundir, hafði farið um nær öll Evrópulönd, þó ekki Rússland. Lagði hann mesta stund á það, á ferðum sín- um, að kvnnast sem bezt þjóðunum sjálf- um, lifnaðarháttum þeirra og menningu, en landslag og náttúrufar lét hann sig '■"inna skipta. Enda lét hann sér fátt um finnast íslenzk fjöll og fossa, kvaðst lítið vndi hafa af því að klifra í bratta eða glápa á vatn steypast af bergi frarn, slík fyrirbæri væru hvert öðru lík í öllum löndum. Hann mat meira að skoða gamla sveitabæi og bækur, svip fólksins og lifn- aðarhætti, og brcvttist aldrei á að soyrja um slíkt í þaula. Hins vegar gerði bann sér ekkert far um að læra tungumál, í löndum þeim, sem hann fór um, ef hánn hafði ekki numið þau áður. Kvað hann það gagnslítið og bara til tafar oq fyrir- hafnar á ferðalögum. Varð ég ekki var við, að hann lærði nokkra heila setningu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.