Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 61

Andvari - 01.10.1960, Side 61
ANDVAm I FYLGD MEÐ AUDEN 251 SauSárkróKur. Ljósvvynd: Hannes Pálsson. skemmti liann sér hið bezta á göngum þessum og sagði frá mörgu af fyrri ferð- um sínum. A Hraunsnefi fórum við í fyrsta skipti á hestbak saman, og kom mér á óvart, hve ófimur A. var í þeirri íþrótt, því að ég hafði haldið, að Englendingar væru reiðmenn miklir, ekki hvað sízt ferða- langar eins og Auden. En kempan bar sig undur klaufalega í hnakknum, ríg- hélt sér í hnakknefið. Þó var hann með öllu ódeigur að ríða. Við riðum yfir um dal og fórum lítt alfaraleiðir, því að mér var ekki urn að mæta mörgum bílum á mjóum vegum, með svo óburðugan ridd- ara í eftirdragi. Llm stund urðum við að ríða fast meðfram nýlegri gaddavírsgirð- ingu, fimmstrengjóttri og allóárennilegri. All í einu lieyri ég brölt mikið að haki mér og leit við einmitt nógu snemma til þess að sjá förunaut minn stingast af baki milli reiðskjótans og gaddagirðingar- innar ófrýnilegu. Varð mér mjög bilt við og datt, satt að segja, ekki annað í hug en að þarna hefðu heimsbókmenntirnar beðið mikið og sviplegt tjón. En mér til mikils hugarléttis spratt hinn fallni upp með sigurbros á vör og hafði ekki orðið meint við, nema hvað hann hafði skeinzt lítils háttar á öðru hné og buxurnar rifnað. Ur þ\'í að minnzt er á þessar ágætu buxur, langar mig til að lýsa klæðaburði Audens, og veit ég engan mann hafa lagt í svo langt ferðalag jafnilla búinn að fötum. Hann hefir að minnsta kosti ekki búizt við neinum heimsskautakulda hér. Alltaf var hann í sama óásjálega jakkanum, gulmórauðum, og tvcnnar buxur hafði hann meðferðis, gráar haðm- ullarbuxur og reiðbuxur, sem hann var drjúgmontinn af, kvað hann föður sinn hafa gengið í þeim í stríðinu 1914—18! Ég skammaðist mín dálítið fyrir það á

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.