Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 65
ANDVARI
I FYLGD MHÐ AUDEN
255
Akureyri. Ljóstnynd: Eðvarð Sigurgeirsson.
bjó hjá systur sinni og mági, og vildi nú
svo vel til, að húsráðendur voru fjar-
verandi, og bjó Jörundur einn í húsinu.
Bauð hann okkur A, að búa þar, og þáð-
um við það með þökkum. Húsið var stórt
og vel búið, og áttum við þarna góða og
glaðværa vist. Kunningjar okkar Jörundar
konui í heimsókn, og kunni Auden vel
þeim félagsskap. Eitt kvöldið efndum við
til drykkju til heiðurs við skáldið, ásamt
einhverjum fleiri, sem ég man nú ekki
lengur liverjir voru. Lék A. á als oddi
°g gerði veigunum ekki lakari skil en
aðrir.
Auden fór einn síns liðs til Mývatns
og gisti þar eina nótt. Fátt kunni hann
nrarkvert að segja úr þeirri ferð, og Mý-
vatn hreif hann ekki urn fram aðra staði.
Og „við komum að Goðafossi," segir
hann, „ég fékk mér kaffisopa meðan
Þjóðverjarnir fóru að dást að honum.
Fossar eru merkilega líkir hver öðrum.“
Síðan hófst austurförin. Við Ljósavatn
fórum við fram hjá karli og konu, sem
voru að draga silunganet að landi. Adinnti
þessi starfi þeirra og umhverfið Auden
á Nýja testamentið og veiðimennina
við Galíleuvatn. Af þeim tók hann mynd,
eina þá beztu, sem er í bók hans.
Ekið var um Húsavík og Kelduhverfi.
Fátt var farþega í áætlunarbifreiðinni á
þessum tíma sumars, og hagaði bílstjórinn
ferðinni frjálslega og meira að vilja far-
þeganna en ella mundi verið hafa. Ég
kom því t. d. til leiðar, að nokkuð var
staldrað við fyrir neðan Asbyrgi, svo að