Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 95

Andvari - 01.10.1960, Page 95
ANDVARI ÍSLENZK LJÓÐAGERÐ 1959 285 Andvari er af sarna toga spunnið: Líkust grænum kertaljósum blakta gegnsæ trjálauf fyrir vindi. Vindi, sem í næstu andrá vefur sólina skýjum. Eins og þögul sorg líður hvítur svanur yfir ásýnd vatnsins. Djúpir skuggar sökkva til botns, og himinninn gárast ljósi, — því að svanurinn syngur. Ennfremur Frost: Mig dreymdi frelsi þess að vera til í annarri mannlegri vitund. Ég þráði að vaxa inn í augu þín eins og hlynur, sem kallar yfir sig himin af regni og sól, og verða sumar í vináttu þinni. Nóttina leggur glæru skini tunglsins, og stjörnurnar eru eins og brestir í ísnum. Snotrast og samræmdast finnst mér þó Augnablik: Þú gekkst inn í salinn, og allir mínir ókomnu dagar voru skipuð sæti. Þú gekkst inn í salinn, og hver minning var vegur, sem beið þess að verða að sporum þínum. Meginvandi Arnliða Álfgeirs er að gera skáldskap að heimspeki í stað þess að koma heimspeki á framfæri við lesandann sem skáldskap. Hann vantar hvorki mann- vitið né skáldskapargáfuna, en vínteg- undirnar blandast ekki alltaf sem skyldi í bikarnum, og þá verður drykkurinn gör- óttur. íþrótt hans er hins vegar slík og þvílík, að honurn ætti að heppnast bruggið oftar og betur en í „Kirkjunni á hafsbotni". „Sunnanhólmar" er fyrsta Ijóðabók Ingimars Erlendar Sigurðssonar, sem yrkir órímað og skipar sér í hóp atóm- skáldanna svokölluðu. Sum kvæðin líkj- ast helzt textum með blaðamyndum, og hér vantar það, sem útskýrt skal, svo að höfundurinn hefur ekki erindi sem erfiði. En iðulega gæðir Ingimar ljóð sín dulum cjr geðþekkum tóni, sem verður eins konar aðalatriði þcirra, þó að annað og meira hafi sjálfsagt vakað fyrir skáldinu. Meginsigurinn felst í því, að Ingimar er persónulegur vegna þessarar aðferðar sinnar, en galli órímuðu Ijóðanna er löngum sá, hvað mörg þeirra eru sér- kennalítil. Lakast finnst mér, að orða- valið cr víða hæpið í „Sunnanhólmum". Fíngerður, órímaður skáldskapur á líf sitt undir fágaðri vandvirkni höfundarins, þar má naumast Ijóðlína eða orð skera sig úr, svo að heildarmyndin raskist ekki til mikilla lýta. Ingimar Erlendur Sig- urðsson er ekki enn þessum vanda vax- inn, en viðleitni hans stefnir í rétta átt. Nokkrar smámyndir hans eru athyglis- verður skáldskapur og ærið fyrirheit. Ljóðin Djúp og Eldur eru í senn persónu- leg og vel unnin, en þó ræður kvæðið Guð úrslitum um hæfni Ingimars Erlend- ar Sigurðssonar: Eins og blindur maður finnur regnið falla á hendur sínar í myrkrinu og sér ekki himininn eins og blindur maður finnur ilminn berast að vitum sínum í myrkrinu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.