Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 79

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 79
ANDVARI HÓMER OG IiÓMERSÞÝÐINGAR 317 nefndi hallaðist að vísu að þcim fyrst, en hafnaði þeim algerlega síðar. Sama var að segja um Voss, helzta þýðanda Hómerskviðna á þýzku, að hann var andvígur kenningum Wolfs, og mikil- vægasti árangurinn af því róti, sem Wolf kom á hugi manna í þessum efnum, var sá, að hann leysti kviður Hómers og rannsóknir þeirra úr álagaham innan- tómra heilabrota og loftkastala og knúði menn til að hugsa um Hómer í sögulegu samhengi. Wolf er því með réttu talinn einn af frumherjum fornmenntavísinda síðari tíma. En hvernig sem gagnrýnend- ur hafa reynt að sundra kviðunum, hef- ur þeim ekki tekizt að slæva töfra þeirra sem heilsteyptra listaverka. I lefur Goethe orðað þetta snilldarlega í viðtölunuin við Eckermann, er hann segir í febrúar 1827: — „Wolf hat den Homer zerstört, doch das Gedicht hat die Wunderkraft wie die Helden Walhallas, die sich des Morgens in Stúcke hauen und mittags sich wieder mit heilen Gliedern zu Tisch setzen." A bls. 68 er praeses að skýra frá efni fyrirlestrar, sem Paul Mazon, prófessor í grísku við Sorbonne 1913—41, flutti í Oxford 1935 um Madame Dacier og franskar Hómersþýðingar. Þar segir síðan orðrétt: „Þýðingu skáldsins Leconte de Lisle á Hómerskviðum telur hann glappa- skot og þýðandann hafa skort skilning bæði á orðfæri Hómers og andardrættin- um í kvæðum hans“. — Þó að ekki sé árennilegt að ganga í berhögg við slíka heimild, sem prófessor í grísku við sjálfan Sorbonne er, þá get ég ekki stillt mig um að láta í ljós undrun yfir slíkum dómi um verk eins af meisturum franskrar tungu og bókmennta og eins af fáum Frökkum fyrr og síðar, — það vitum vér, — sem hafa haft næman skilning á anda og stíl norrænna fornbókmennta. Hitt vitum vér líka, að það er svo langt frá því, að allir séu samdóma Paul Mazon í þessu efni, að hinir frægustu gagnrýn- endur hafa lokið hinu mesta lofsorði á þýðingar þessa ágæta franska skálds og lærdómsmanns einmitt úr grísku, því að á þessu sviði var hann ekki neinn við- vaningur. Hann þýddi verk eftir Þeo- krítos, Hómer, Hesíodos, Aiskýlos, Sófo- kles og Evrípídes. Englendingurinn Arthur Symons, sem sjálfur var skáld og enn frægari gagnrýnandi, sérfræðingur í frönskum bókmenntum á 19. öld, svo að eitthvað sé nefnt, telur þessar þýð- ingar úr grísku eftir Leconte de Lisle aðdáunarverðar og snilldarlegar. Þcss má geta, að ég á Odysseifskviðu í hinni frönsku þýðingu eftir Leconte de Lisle. Þessi útgáfa er frá 1930 og sérstaklega gerð fyrir franska bókavini. Er skemmst frá að segja, að þetta er ein fegursta bók, sem ég hef séð. Fer þar allt saman, pappír, leturgerð, myndskreyting, og í stuttu máli sagt, allur frágangur, sem er eins vandaður og hugsazt getur. Hefði þess- ari þýðingu tæplega verið valinn svo veg- legur búningur, ef dómur Pauls Mazon um þetta verk væri almannarómur. Á bls. 86, efst, segir praeses: „Um kynni Sveinbjarnar af Hómersþýðing- um Pouls Möller veit ég það, að hann hefur þekkt þýðingu hans á sex fyrstu bókum Odysseifskviðu, er prentuð var 1825. Ræð ég það af hinni kostulegu eldri þýðingu Sveinbjarnar á Od. I 443— 44: evfl o ye Jtavvúxiog, xfxukvfijiÉvog oióg ud)T(0, poúkEue (f)QEaiv f|aiv óbóv rf)V jtÉíppuh’ ’AHrivip „Þar lá hann sveipaður sauðar blómi og var alla nóttina að hugsa útí þá ferð, er Athena hafði boðið honum að fara.“ — Og enn segir paeses: „Hefur Svein- björn sauðar blómið efalaust úr þýðingu Möllers, svefngalsi sennilega verið kom-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.