Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 80

Andvari - 01.10.1962, Síða 80
318 JÓN GÍSLASON ANDVARI inn í hann, jpegar hann rak augun í þetta hjá Möller, og hann þá látið þýðinguna flakka!“ Natten igjennem han da, velhyllet i Blomster af Faaret, Dypt i sit Sind betænkte det Tog, Athene ham paaböd. Seinna sá hann sig, svo sem síðar verður getið, um hönd og þýddi •/Ey.u/amuávog öiog uiótip blátt áfram: Hér lá Telemakk- us undir sauðargæru." — Þetta voru ummæli praesidis. En þessi ályktun lijá praeses þarf ekki að vera rétt, og satt að segja þykir mér ósennilegt, að nokkuð í þýðingum Sveinbjarnar verði rakið til „svefngalsa" hans. Hitt þykir mér senni- legra, að Sveinbjörn hafi hér aðallega farið eftir einhverri orðabók eða skýring- um. Þess sjást merki í fyrstu þýðingum hans, að hann hefur verið háðari slíku en síðar, og einnig hefur nokkru um ráðið tillit til nemenda hans, sem hann vildi fá í hendur þýðingu, er væri sem nákvæmust. I orðabók Passows, 4. útg., Leipzig 1831,1) stendur m. a. við orðið ucotov, tó, og ucotog, ó, þessi klausa: „die Bedeutung Blume, die man lange als Grundbedeutung ansah, hat das Wort nie“. —• Má af þessum ummælum ráða, að þýðing Sveinbjarnar hefur ekki verið úr lausu lofti gripin. Hún hefur átt sér stoð í eldri skýringum á þessu orði. At- hyglisvert er, að þýðingar Möllers er hvorki gctið í skrám stiftsbókasafnsins né skólahókasafnsins, að því er praeses sjálf- ur segir á bls. 86. 1) Praeses getur þessarar orðabókar á bls. 81, F. Passow: Handwörterbuch der Grie- chischen Sprache, 1—2 B., Leipzig 1819— 23. Segir praeses um þetta (bls. 81), að orðabók þessi hafi verið samkvæmt skýrslu Jóns lektors tekin úr bókasendingu til Bessa- staðaskóla og lögð í skólabókasafnið til af- nota handa kennurunum. Áður gat ég þess, að mér fyndist skorta i þessu riti samanburð á stíl Hómers, eðli skáldskapar hans og anda annars vegar og fornbókmennta vorra hins veg- ar. Flér hefði átt að gera tilraun til að svara þeirri spurningu, hvers vegna ein- mitt íslendingurinn Sveinbjörn Egilsson var líklegri til að geta þýtt Hómerskviður betur en jafnvel hinir beztu þýðendur annarra þjóða. ur því að praeses tók sér fyrir hendur að rekja, rannsaka og túlka vinnubrögð Sveinbjarnar Egilssonar, þeg- ar hann á morgni íslenzkrar endurreisn- ar færði íslendingum á þeirra eigin tungu ein frægustu söguljóð heimsbók- menntanna, gat hann ekki með góðu móti komizt hjá að svara þessari spurn- ingu. Slíkt afrek sem þýðing Hómers- kviðna hefði ávallt verið talið til stór- tíðinda í bókmenntum vorum, en á þess- um tímamótum í tungu vorri og sögu hafði verk þetta sérstaka þýðingu. Ég held, að ummæli Benedikts Gröndals, sem praeses vitnar í á bls. 115, hefðu getað orðið undirstaða merkilegrar rann- sóknar á þessu viðfangsefni, einkum þessi orð Benedikts: „Engin þjóð í Norð- urálfunni hefur því að fagna, sem vér eigum, því að mál vort er enn svo lítið breytt frá því er það áður var, að þó vér köllum, að vér ritum „forna íslenzku“, þá gerum vér það samt eigi, er málið er að mestu leyti enn hið sama. Þegar slíkt mál, fornt í anda og mynd, á að þýða þau skáldmæli, er ort eru á fornu máli og lýsa horfinni tíð, þá er auðsætt, að þýðingin hlýtur að komast nær frurn- ritinu heldur en ef hún er á „nýju“ máli, þar sem andinn er orðinn næsta ólíkur fornöldinni." Hér virðist mér Ben. Gröndal einmitt hafa hreyft við kjarna þessa máls. Vér íslendingar tölum enn tungu hinnar nor- rænu hetju- og víkingaaldar og eigurn fornar bókmenntir, sem gagnsýrðar eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.