Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Síða 7

Andvari - 01.01.1998, Síða 7
Frá ritstjóra Hver er hlutur einstaklinga í framvindunni? Samkvæmt hinni rómantísku söguskoðun voru það einstakir afburðamenn, foringjar í andlegum og verk- legum efnum, sem kveiktu hugmyndir og vísuðu veginn. í seinni tíð hefur þetta viðhorf þokað fyrir efnishyggju í anda marxismans sem lítur svo á að efnahags- og atvinnuþróunin ráði öllu en hver einstaklingur sé ekki annað en sprek á öldufaldi í úfnum sjó. í reynd hefur þessi söguskoðun aldrei náð að festa rætur. í þeim ríkjum sem töldu sig byggja á grunni marxismans var einmitt foringjadýrkun meiri en annars staðar og birtist hún m. a. í þeirri afkáralegu mynd að líkami byltingarforingjans Leníns hefur verið hafður til sýnis í Moskvu þau tæpu áttatíu ár sem liðin eru frá láti hans. Almenningur þarf sína leiðtoga að tigna, lífs og liðna, enda er það mikilvægur hluti í nú- tímastjórnmálum jafnt sem afþreyingariðnaði að halda persónugervingum að fólki, „ímyndum“ eins og nú er sagt. Einatt virðist þó lítil innstæða að baki slíkri manndýrkun. Hugleiðingar af þessu tagi eiga heima í Andvara sem hefur ævinlega sýnt sögu forustumanna þjóðarinnar sóma með því að rekja ævi þeirra og afrek fyrir lesendum í löngum greinum. Allir menn eru að sjálfsögðu börn síns tíma, háðir aðstæðum og andrúmslofti sem þeir ráða engu um. En maður- inn er ekki aðeins leir mótaður af samfélaginu, hann á einnig þátt í að skapa samfélagið. Og þar gildir engin jafnaðarstefna. Sumir hafa einfald- lega meira til brunns að bera en allur fjöldinn, jafnvel snilligáfu, ráða yfir afli til að orka á hugi samferðamanna, breyta hugsunarhætti þeirra og við- horfum. Það er mælikvarði á víðsýni samfélagsins hvernig það tekur við snillingum sínum, hvort það leyfir þeim að þroskast og neyta afls síns eða reynir að troða þá niður. Hversdagsmönnum sem una sér best á flatneskj- unni er tamt að líta á yfirburðamenn sem ógnun við sig og leitast við að bregða fyrir þá fæti. Fyrir þrjátíu árum skrifaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „í ann- álum og raunar íslandssögu er tiltekinna ára oft minnst sem dánarára þessa eða hins merkismannsins. Sennilega verður ársins 1968 þess vegna minnst sem dánarárs Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Svo mun fara hver sem dómur sögunnar um Jónas að lokum verður, ef um hann verður nokkurn tíma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.