Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
urhúsum þar sem við lá að nafn hans væri bannorð. Þó var faðir minn bók-
elskur og dáði Ibsen ungur. Eftir að ég komst í verk Halldórs snemma í
menntaskóla greip ég í þau til upplestrar fyrir aldurhniginn föður minn án
þess að geta höfundar. Hann hlustaði hugfanginn en þegar ljóst var hver þar
hélt á penna þóttist hann illa svikinn og gekk á dyr!“ (Mbl. 14. febrúar 1998).
Á níræðisafmæli Halldórs Laxness, 1992, var fjallað um verk hans í And-
vara og meðal annars ræddi undirritaður um nokkrar meginlínur í skáld-
verkum hans og viðtökur við þeim á sínum tíma. Hér verður ekki endur-
tekið neitt af því, nema hvað á það skal aftur minnt að Halldór sat í stjórn
Hins íslenska þjóðvinafélags um langt skeið og Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins gaf út tvö sýnisrit úr verkum hans. - En nú leitar
á hugann myndin af skáldinu í hinu nána samfélagi við þjóð sína í blíðu og
stríðu. Við sem nú lifum eigum aldrei eftir að verða vottar þess að skáid
eða listamaður sé kvaddur af þjóð sinni með þeim hætti sem Halldór Lax-
ness. Sú kveðja var með myndarbrag og sýndi að samtíðin hefur þó menn-
ingu til að meta það sem stórt er í sniðum, enda þótt annað megi einatt
virðast í þeim dyn sem er gerður um hvers kyns hégóma og meðal-
mennsku.
Hið aldna þjóðskáld sem við kvöddum í föstubyrjun 1998 hafði birst les-
endum sínum í margvíslegum gervum, allt frá því að hann gekk fram á
sviðið sautján ára, 1919. Og samt var hann alltaf sá sami. En lykillinn að
áhrifavaldi hans var hæfileikinn til að brýna menn til viðbragða, ýta við
hefðgrónum hugsunarhætti. Jafnframt - og það er kannski þverstæðan -
stóð Halldór föstum fótum í hefðinni, ósvikinn laukur í garði íslenskrar
þjóðmenningar. í samleik þessa tvenns, hinnar ögrandi nýhugsunar og ná-
innar samlifunar með klassískri menntun, varð skáldið Halldór Kiljan Lax-
ness hinn mikli áhrifavaldur í ritlist aldarinnar, nýskapandi og ræktunar-
maður í senn.
Frægasti ritdómur um Halldór er eftir Kristján Albertsson um Vefarann
mikla frá Kasmír. Hann hefst á hinum margtilvitnuðu orðum „Loksins, -
loksins.“ Þar segir líka: „Þróun tímaborins, íslensks sögustíls tekur hálfrar
aldar stökk með þessari bók Laxness.“ Kristján var mjög andstæður Hall-
dóri í stjórnmálum, en kunni jafnan að meta snilldina. Hann gat ekki tekið
þegjandi satíru Atómstöðvarinnar og dæmdi þá sögu hart. „Hvernig stend-
ur á því að Halldór Laxness hefur leiðst til að skrifa þessa bók?“, spurði
hann og svaraði sér sjálfur: „Hann hefur alla tíð verið einhver stríðnasti
maður á íslandi. Sá sem ekki skilur að stríðnin er ein af hans sterkustu
ástríðum, getur aldrei skilið verk hans nema að litlu leyti.“ Kristján rekur
nokkur dæmi um þessa ástríðu og segir: „Laxness hefur alla ævi verið hald-
inn af alkunnum kvilla, sem tíðastur er hjá ungum höfundum, en eldist af