Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 16
14
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
ust altari í þeim helgidómi sem mér fannst heimili þeirra Stefaníu og sr.
Sigurðar vera. E.t.v. var þó skrifstofa sr. Sigurðar „hið allra helgasta“ í
húsinu. Þar þöktu bækur veggi í enn ríkari mæli en í stofunni, bækur
voru einnig í stöflum á skrifborði og stólum. Þar gaf einnig að líta
helgimyndir og róðukross. í rökkrinu logaði á kerti og „Guði þókn-
anlegan ilm“ lagði upp af reykelsi sem gerði það að verkum að mér
fannst alveg sérstök helgi hvíla yfir þessu vinnuherbergi prestsins.
Rauðmálaða húsið, sem þau hjónin höfðu reist sér á hæðinni ofan
við brúna á vesturbakka Ölfusár er þau fluttust til Selfoss frá
Hraungerði árið 1956, var um áratugaskeið opið veitinga- og gistihús
þeim fjölmörgu gestum sem þar bar að garði, og ekki síður menning-
armiðstöð og safnaðarheimili.
Æska og uppvöxtur
Sigurður Pálsson var fæddur að Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi í
Snæfells- og Hnappadalssýslu 8. júlí 1901. Foreldrar hans voru Jó-
hanna Guðríður Björnsdóttir (1868-1936) og síðari maður hennar
Páll bóndi Sigurðsson (1864-1934). Tvíburasystir Sigurðar var Val-
gerður (1901-1959). Páll bróðir hans (f. 1902) dó aðeins tíu ára að
aldri, auk þess átti hann systurina Ástu Guðrúnu (1910-1962) og
fjögur hálfsystkini sem móðir hans hafði eignast með fyrri manni sín-
um, Kristjáni bónda Benjamínssyni (1859-1896).
Sigurði var fljótlega eftir fæðingu komið fyrir í fóstur hjá afa sínum,
Sigurði Brandssyni (1832-1911), heppstjóra í Tröð. Ástæðan til þess var
sú að móðir hans var fársjúk eftir barnsburðinn og lá milli heims og
helju í hálft ár og gat ekki sinnt um börnin. Sigurður Brandsson var þá
orðinn ekkjumaður, en bjó með ráðskonunni Ingveldi Hróðmunds-
dóttur, sem ekkert barn hafði eignast. Fékk hún ofurást á litla drengn-
um og sömu sögu var að segja af afanum. Varð það til þess að það var
gert fyrir gamla manninn að leyfa honum að hafa drenginn áfram. Þar
bjó Sigurður við ást og eftirlæti til tíu ára aldurs, er afi hans féll frá.
Ári eftir andlát hans fór Sigurður heim til foreldra sinna og fannst þá
sem hann væri hálfgerður munaðarleysingi vegna þess að hann
þekkti ekkert þetta fólk sem þó voru foreldrar hans. Páll bróðir hans
lést um þetta leyti úr flogaveiki, en hann hafði verið mikið eftir-