Andvari - 01.01.1998, Page 19
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
17
Binhver eftirmál urðu út af kosningunni. Sr. Sigurður var mjög
heilsutæpur um þetta leyti og þurfti að taka sér frí um skeið af þeim
sökum. Notuðu þá andstæðingar hans tækifærið til að safna undir-
skriftum gegn honum. Hann var sjálfstæðismaður og því beittu fram-
sóknarmenn sér óspart gegn honum. Þá var það notað gegn honum
að hann var ekki nýguðfræðingur, en þrátt fyrir að Jón Helgason
biskup hefði átt til þeirra herbúða að telja kvað hann í kútinn þá er
stóðu að þessu upphlaupi og höfðu afhent biskupi undirskriftalista
þar sem presturinn var gagnrýndur fyrir „kenninguna“.
Sr. Sigurður kvæntist Stefaníu Gissurardóttur 9. janúar 1934.
Snemma fór orð af mikilli gestrisni þeirra og miklum ljóma stafar af
starfi þeirra í Hraungerði. Oft tók presturinn unga menn til náms á
heimilið og stundum voru þau beðin fyrir útlendinga sem vildu kynna
sér íslenska tungu og menningu. Gjarnan voru það guðfræðingar, sem
hiskup landsins hafði frumkvæði að að koma í kynni við sr. Sigurð,
enda fór snemma það orð af honum að hann hefði ýmislegu að miðla
erlendum starfsbræðrum sínum og nyti samvista við þá. Meðal þeirra
fyrstu sem sóttu hann heim var Regin Prenter, sem síðar varð einn
kunnasti guðfræðiprófessor Dana.6 Dvaldi hann í Hraungerði í viku-
tíma og töluðu hann og sr. Sigurður saman í það óendanlega enda kom
a daginn að þeir áttu sameiginlegt áhugamál þar sem var helgisiða-
fræðin og varð Prenter til að auka enn áhuga sr. Sigurðar á þeim efn-
unt. Annað sumar dvaldi hjá þeim danskur prestur að nafni Dag Mon-
rad Mpller. Dró heimsókn hans á eftir sér langan slóða, því hann fór
að senda ættmenn sína í Hraungerði og héldust tengsl þeirra Stefaníu
°g sr. Sigurðar við það fólk meðan þau lifðu. Af tíðum íslenskum gest-
u.m a heimili þeirra má nefna sagnfræðingana Sverri Kristjánsson og
Olaf Hansson, Sigurð Nordal prófessor, Jón Kristófer kadett, Einar
Jónsson myndhöggvara og svo auðvitað sr. Friðrik Friðriksson.
Þá buðu þau hjónin reglulega heim guðfræðinemum. Sr. Kristján
Búason dósent minnist slíkrar heimsóknar guðfræðinema til þeirra
ánð 1953 eða 1954. Segir hann að sr. Sigurður hafi talað klukku-
stundum saman og hafi talað eins og „visjóner“. Hann hafi tekið fyr-
lr hina litúrgísku hefð og kynnt hana rækilega fyrir guðfræðinemun-
Uru- Síðan hafi verið gert kaffihlé og að því loknu haldið áfram með
»kompletoríum“ úti í kirkju þar sem guðfræðinemarnir fengu að
uPplifa það sem sr. Sigurður hafði verið að tala um. Loks hafi verið
b°ðið upp á lambakjöt af mikilli rausn.